Vofan Trausti gekk hægt inn í hjónaherbergið. Stóra eikarrúmið var akkúrat í miðjunni á herberginu, himnasængin yfir henni náði alveg upp í hátt loftið. Rúmfötin, sem voru skreytt gullnum ísaumum, voru á sama stað og Trausti hafði séð þau síðast, óumbúið og koddi á gólfinu. Sængin lafði máttleysislega niður úr rúminu.
Skákborðið var þarna út í horninu á herberginu, skákmennirnir ýmist á gólfinu, eða liggjandi á skákborðinu sjálfu. Skrautlegur viðurinn í skákborðinu var brotinn, sprunga í gegnum það mitt. Trausti beygði sig niður og tók upp hvítu drottninguna sem lá á gólfinu. Hann skoðaði hana aðeins. Kórónan á höfði drottningarinn var nærri dottin af, hún hékk aðeins á nokkrum flísum. Skarplegir andlitsdrættir drottningarinn lýstu örvæntingu. Trausti depplaði augunum og horfði aftur á drottninguna. Andlitið var eins hlutlaust og það átti að vera. Hann lokaði augunum og stórt tár lak niður vanga hans. Hann lét drottninguna falla úr lófa hans og aftur á gólfið, kórónan flaug af henni.
Stóri skápurinn með ljónsfótunum stóð þarna hinum megin í herberginu. Skápshurðin var opin og fatahengið blasti við. Þar voru ýmist stuttir kjólar eða dragtir. Ein flíkin sem hékk þar var enn í plastpoka frá hreinsunarstöðinni Hreint&Hlýtt. Trausti renndi niður rennilásnum á plastpokanum titrandi höndum og við blasti næturblár kjóll, þröngur í mittið og skreyttur silfruðum steinum í kringum v-laga hálsmál. Ermarnar voru síðar og útvíðar og bylgjuðust niður með kjólnum. Kjóllinn sjálfur var gólfsíður og gæddur miklum þokka. Trausti handlék eina ermina en lét hana síðan upp að nösum sínum. Hann fann gamalkunna lykt af vanilluilmvatni og aðra lykt sem blandaðist við sem minnti hann á fegurstu sumarblómin. Hann andvarpaði af minningunni.
Á náttborðinu við hliðina á rúminu lá opin bók. Blaðsíðurnar voru rifnar og lágu á víð og dreif um gólfið.
Við dyrnar var stórt borð, hlaðið af alls konar dóti. Þarna var varalitur, maskari, augnskuggi, bækur, bursti og greiða. Það var stór spegill hangandi fyrir ofan borðið. Eikarstóll lá á hliðinni við hliðina á borðina, púðinn sem hafði verið á honum til að hann væri ekki ens harðu, lá undir borðinu. Einn fóturinn var brotinn af stólnum og lá rétt hjá rúminu, blóði drifinn. Trausti rak augun í nælu við hliðina á burstanum. Hann þekkti hana strax, hann hafði gefið Elísabetu hana í jólagjöf í hittifyrra. Hún hafði verið með hana á nær hverjum degi síðan. Nælan var lítil með gyllta umgjörð. Í umgjörinni miðri var lítil rós gerð úr leir. Rósin var vönduð og blöðin virtust nærri ekta. Trausti nældi nælunni í gráu peysuna sína. Hann leit í snöggt í spegilinn. Gráhærður og fölur maður blasti við honum. Andlitsdrættirnir sem eitt sinn höfðu verið fínir voru núna mjög grófir. Nefið sem hafði verið beint var nú bogið. Hann var enn viðkvæmur í nefinu. Það voru komnir stórir baugar undir augu hans sem voru þreytuleg. Hann, sem áður var nokkuð búttaður, var nú orðinn grindhoraður og veiklulegur.
Nú flöktu augu hans að staðnum sem hann hafði verið að forðast. Blóð sletturnar voru á veggnum og gólfinu fyrir neðan hann. Blóðið var storknað en þó var þetta óhugnaleg sjón. Trausti gekk óstöðugum fótum að staðnum og nam staðar beint fyrir framan vegginn. Tárin láku niður á meðan hann endurupplifði þennan dag. Þann dag sem reyndis vera sá örlagaríkasti dagur lífs hans. Það var dagurinn sem hann hætti að vera hamingjusamur. Eitt sinn átti hann konu. Eitt sinn… Trausti hugsaði til baka, örlagaríka daginn.
Elísabet vaknaði snemma. Hún kítlaði Trausta svo hann vaknaði. Hlátur kom í stað fyrir hrotur. Þau voru nýgift og lágu í rúminu, rúmfötin skreytt gylltum ísaumum. Himnasængin féll yfir rúmið, þar sem Elísabet og Trausti lágu og töluðust á. Elísabet sannfærði Trausta um að koma í samkvæmi hjá yfirmanni hennar. Hann ætlaði að halda upp á stöðuhækkun Elísabetar.
Trausti settist hægt niður á rúmið, starandi á snyrtiborðið.
Elísabet var að gera sig til fyrir samkvæmið. Trausti var komin í svörtu jakkafötin sín, sem strekktust yfir magann á honum. Bindið hans var ljósblátt og hann hafði greytt ljóst hárið aftur. Elísabet var að setja kirsuberjarauða varalitin á sig, sem fór svo vel við brúnu augu hennar. Trausti fór til hennar og kyssti hana á ennið.
,,Í hverju ætlarðu að vera?’’ Spurði hann svo.
Nú leit Trausti á næturbláa kjólinn og það komur kökkur í hálsin á honum sem hann gat ekki kyngt.
,,Ég ætla að vera í kjólnum á rúminu, var að sækja hann úr hreinsun!’’ Sagði hún og benti á rúmið.
Trausti tók kjólinn úr plastpoka sem var úr sótthreinsunarstöðinni Hreint&hlýtt. Við honum blasti glæsilegasti kjóll sem hann hafði séð. Elísabet tók kjólinn af honum og hló góðlátlega af svipnum á andliti Trausta.
,,Ég ætla að klæða mig, krúttið mitt.’’ Sagði hún og brosti hlýlega til Trausta. Trausti brosti til baka. Elísabet kom fram stuttu seinna í þessum glæsilega kjól, sem féll svo vel að líkama hennar. Hún sneri sér í hring og kjóllinn bylgjaðist út. Trausti greip hana þegar hún sneri sér í fang hans. Trausti kyssti hana einu sinni en sneri henni svo. Þau dönsuðu vals af hjartans list og hlógu dátt.
Trausti lagðist upp í rúmið, hnipraði sig saman og hristist af niðurbælnum ekka.
Elísabet gekk inní salinn ásamt Trausta. Trausti í svörtu og teinóttu jakkafötunum sínum og ljóst var sleikt aftur. Búttað andlit hans ljómaði af ánægju þegar hann leit á konu sína sem hann leiddi. Elísabet var glæsileg í næturblá kjólnum. Hann rétt náði niður á gólf og útvíðar ermarnar flöktu með handahreyfingum hennar. Eldrautt hár hennar var greitt saman í hnút og dökkbrún augu hennar horfðu yfir allann salinn og varir hennar teygðist í bros þegar hún heyrði fagnaðarlætin í fólkinu í salnum. Hún tók djúpt andann og gekk niður tröppurnar ásamt eiginmanni sínum. Það glampaði á nælu sem var næld í kjól hennar.
Trausti fann bros fara um varir hans.
Elísabet og Trausti gengu inní hjónaherbergið hlæjandi eins og litlir krakkar.
,,Sástu þegar Rósa hellti víni niður á hvíta kjólinn sinn? Svipurinn á henni var hrikalegur!’’ Sagði Elísabet og hló með Trausta. Hún tók næluna úr kjólnum og lét hana gætilega við hliðina á burstanum en fór síðan inná bað og fór úr kjólnum. Hún kom aftur fram í náttkjólnum sínum og náttsloppinn bundinn yfir. Hún opnaði skápinn og lét kjólinn aftur inn, í plaspokann frá hreinsuninni. Trausti var líka komin í náttfötin og lá upp í rúmi og var að lesa bók. Elísabet settist á rúmið og var að því komin að leysa hnútinn þegar það heyrðist skruðningur og svartklæddur maður stökk fram undan snyrtiborðinu, þar sem hann hafði greinilega verið að fela sig. Hann hrinti stólnum frá, hann datt og ein löppin brotnaði af honum. Hann var skelfingu lostinn á svip.
Trausti barði reiðilega í veginn svo hann fann til í hnúunum.
Elísabet öskraði og Trausti stakk fram úr rúminu. Þjófurinn teygði sig í brotnu löppina og barði Elísabetu með honum og öskraði á hana að þegja. Trausti þaut að honum og ætlaði að hrinda honum frá en maðurinn barði hann í hausinn með stafinum svo hann féll niður á gólfið og stundi af sársauka. Síðan sneri hann sér aftur að Elísabetu og barði hana, aftur og aftur. Hún lá á gólfinu, blóði drifin. Hnúturinn í hárinu á henni losnaði og blandaðist blóðpolli sem var óðum að stækka á gólfinu. Hár hennar semhafði verið eldrautt var nú blóðrautt. Hryglurnar í henni bárust til Trausta sem stökk á fætur og sló manninn niður. Síðan beygði hann sig yfir Elísabetu og tók hana þétt að sér. Grænu náttfötin hans urðu rauðblettótt á augabragði.
,,Nei, Elísabet! Ekki fara frá mér!’’ Hvíslaði hann í eyra Elísabetar. Hann tók í hönd hennar, sem var köld og föl eins og andlit hennar. Augu hennar voru lokuð og andadrátturinn óreglulegur. Trausti fann að heit tár voru farin að leka niður í gríð og erg.
,,Elísabet, ekki deyja!’’ Öskraði hann svo og kyssti hana á líflausar varir hennar. Elísabet opnaði munninn og reyndi að segja eitthvað. Trausti hallaði sér nær.
,,Vertu sterkur!’’ Náði hún að stynja upp.
,,Elísabet! Þú deyrð ekki! Þú mátt ekki deyja!’’ Sagði Trausti og hristi hana aðeins. ,,Ég elska þig!’’ Sagði hann svo örvæntingarfullur. Brosviprur komu fram á andliti Elísabetar en hurfu nærri strax.
,,Ég elska þig líka.’’ Sagði hún svo lágri röddu. Trausti hélt henni þétt að sér og grét. Andardráttur hennar var óðum að fjara út. Trausti strauk rautt hár hennar frá andliti hennar og horfði á andlit hennar. Tár lak undan öðru augnloki hennar. Hönd hennar féll líflaus úr hendi Trausta. Ekkert hljóð kom lengur frá henni.
,,NEI!’’ öskraði Trausti og hristi Elísabetu, til að hún myndi vakna.
Maðurinn var staðinn upp og sló Trausta í hausinn með stólfætinum. Allt varð svart
Trausti öskraði af sársauka og reiði. Tárin láku niður í stríðum straumum og andlit hans var afmyndað af sársauka.
Trausti vaknaði á sjúkrahúsinu með hausverk. Hann áttaði sig ekki á því sem gerðist strax. Þegar hann mundi þetta öskraði hann af öllum lífs og sálarkröftum. Hjúkkurnar flýttu sér inn til hans og róuðu hann niður.
,,Hvar er Elísabet?!’’ Öskraði hann á eina hjúkkuna. ,,Hvar?!’’ Hjúkkan hikaði og leit taugaóstyrk á hann.
,,Okkur þykir leiðinlegt að segja þér það en hún er dáin.’’ Sagði hún svo. Trausti öskraði aftur og hjúkkurnar héldu áfram að reyna að róa hann.
Seinna var læknir hjá honum og spurði hann alls konar spurninga.
,,Hvað heitirðu?’’ Spurði hann.
,,Trausti Ragnarsson.’’ Sagði Trausti lágt.
,,Hvenær áttu afmæli?’’
,,4. apríl.’’
,,Hvaða ár er?’’
,,1990, auðvitað.’’ Sagði Trausti ringlaður. Læknirinn andvarpaði.
,,Trausti, þú varst í dái í átta ár. Það er árið 1998 núna.’’
Trausti varð skelfingu lostinn.
Nú voru liðin 10 ár síðan Trausti vaknaði af dáinu og enn gat hann ekki gleymt Elísabetu. Þetta var í fyrsta skipti sem hann þorði að fara inní þetta hús aftur. Hann hafði ekki komið hingað í heil 18 ár og það var ryklag yfir öllu. Það hafði heldur ekki verið hreyft við húsinu í þessi 18 ár útaf sögnum af draugagangi. Draugurinn reikar um gangana í leit af ástmanni sínum, veinar og öskrar á hann. Margir sögðust hafa heyrt í köllum draugsins og aðrir segjast hafa séð drauginn.
Trausti lá grátandi upp í rúminu en snarþagnaði þegar hann heyrði ískur í hurð. Hurðin að herberginu opnaðist hægt og rólega en enginn sást í dyragættinni. Trausti stóð upp og gekk að dyrunum, óhræddur. Hann fór fram á gang en engann sá hann þar. Hann sneri aftur inní herbergið en var blindaður af skæru ljósi sem var þar inni.
Í miðju herberginu stóð silfurlit manneskja, gagnsæ. Hún var í síðum kjól sem var þröngur í mittið og ermarnar útvíðar. Næla með rós á var næld í kjólinn. Andlitið ljómaði af gleði og þykkt hárið var bundið upp í hnút. Elísabet rétti út höndina. Trausti labbaði hægt að henni og ljómaði af gleði. Hann tók í hönd hennar og allt í einu breyttist allt. Herbergið sem hafði verið skuggalegt og lagt ryki var nú lýst upp af sólarljósi sem barst útum gluggann. Húsgögnin voru eins og ný og fyrr um glæsileiki hússins var endurheimt. Trausti var aftur komin í svörtu jakkafötin og með bláa bindið. Ljóst hár hans var sleikt aftur og augu hans ljómuðu. Hann tók um mitti Elísabetar og sneri henni í fang sitt. Elísabet hló. Þau dönsuðu vals útí endanleikann, þau voru loksins búin að finna hvort annð.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.