Næsta morgun gerði ég mig extra flotta því enginn mátti halda að þetta uppátæki í partíinu hefði haft einhver áhrif á mig. Ég tók saman skóladótið mitt og fór niður í eldhús þar sem ég fékk mér tvær skálar af seríósi, ég hafði ekki borðað síðan í gær þegar ég var heima hjá Júlíu. Síðan heirði ég að það var bankað á dyrnar og mamma opnaði. Ég heyrði raddir en svo kom mamma inní eldhús til mín.
,,Það er strákur að spyrja eftir þér,’’ sagði hún og leit rannsakandi á mig.
,,Ókei, sjáumst, bææ’’ sagði ég og hljóp að dyrunum þar sem strákurinn beið eftir mér. Hann keyrði síðan í með okkur bæði í skólann og við urðum samferða inn. Ég tók eftir því að margir gjóuðu augum á mig, en ég vissi ekki hvort það væri útaf atvikinu í partíinu eða útaf því ég var samferða honum. Hvort tveggja sem var þá þóttist ég ekki taka eftir því.
Við mættum í tíma og ég stefndi í átt að vanalega sætinu mínu en áttaði mig og settist hinu megin við strákinn. Við töluðum saman þar til kennarinn bað um athygli okkar.
Næstu daga vorum við mikið saman, eins og bestu vinir, og mörgum fannst það skrítið hve mikið ég var með, því hann hafði ekki verið mjög félagslyndur áður fyrr.
Á föstudaginn var ég að læra undir íslensku próf sem átti að vera á næsta miðvikudag þegar síminn minn hringdi. Ég þekkti þetta símanúmer og svaraði.
,,Hæ, hvað segist?’’ Spurði ég
,,Allt það fína’’ Sagði strákurinn, en hann var ekki enn þá búinn að segja mér hvað hann héti. ,,Heirðu ég var að spá í hvort þú nenntir að koma og horfa á eina mynd? Mér leiðist hrikalega!’’
,,Allt í lagi, ég kem bara labbandi,’’ Sagði ég.
,,Ertu viss? Á ég ekki að sækja þig?’’
,,Já ég er viss, sjáumst’’
,,Bæ!’’
Ég skellti á og byrjaði að gera mig til, og fór síðan niður og sagðist ætla að fara til vinar míns. Því næst tók ég hjólabrettið mitt og renndi mér af stað í áttina að blokkinni hans. Þegar ég kom þurfti ég að ýta á bjöllu til að komast í blokkina. Það heirðist suð og ég opnaði þunga hurðina. Ég gekk upp stigann og bankaði hjá honum. Hann opnaði nánast samstundis og bauð mér inn.
,,Svo, hvaða mynd hafðirðu í huga?’’ Spurði ég og hlammaði mér í sófann.
,,Eina klassíska’’ sagði hann og glotti og settist við hliðina á mér og sýndi mér DVD hulstur.
,,Helskinki?’’ Sagði ég dálítið vonsvikin, því ég hafði séð hana svo oft undanfarið, en hann tók ekki eftir því.
,,Aha!’’ Sagði hann og lét myndina í. Næsta hálftímann horfði ég á myndina með algjöru áhugaleysi í fyrsta skipti. Ég spáði í það hvað mér hafði fundist um strákinn fyrir viku og fyrsta kossinn okkar, sem hafði verið svo skelfandi. Ég hafði ekkert minnst á hann við strákinn og ekki hann heldur. Hann virkaði ennþá dálítið dularfullur. Ég fann það vel að hann sagði mér ekki nærri allt. En við hverju bjóst ég? Það var ekki eins og við værum kærustupar, bara útaf því við höfðum kysst tvisvar sinnum. Þegar ég hugsaði um það skildi ég ekki afhverju við værum ekki kærustupar. Við vorum nú einu sinni búin að kyssast tvisvar, og það var alltaf hann sem byrjaði, en samt bað hann mig ekki að vera kærastan hans, hann vildi ekki segja neitt um fjölskyldu sína og ekki heldur nafnið sitt. Ég treysti honum ekki alveg ennþá, en einhvernveginn treysti ég honum meira en þegar ég sá hann fyrst.
,,Halló er einhver þarna?’’Spurði strákurinn um leið og hann bankaði í höfuðið á mér og ég reif mig upp úr hugleiðingum mínum.
,,Ha? – já, jú, hvað?’’ Spurði ég dálítið ringluð.
,,Ég bað þig um að sækja teppi inní herbergið mitt. Mér er dálítið kalt.’’ Hann leit á mig með hvolpaaugum þannig ég gat ekki sagt nei.
,,Hvar er það?’’ Spurði ég.
,,Á hillunni fyrir ofan græjurnar.’’
Ég fór inní herbergið hans og sá teppið á hillu fyrir ofan græjurnar alveg eins og hann hafði sagt. Ég þurfti að standa á tám og teygja mig til að ná þangað upp. Ég sneri mér að hurðinni og þá stóð hann í dyragættinni og horfði á mig með óræðum svip. Ég fékk sting í magann. Hann kom nær og tók teppið af mér, lét það aftur upp í hillu og hallaði sér síðan yfir mig og kyssti mig. Ég opnaði munninn og hleypti honum inn. Ég fann fyrir fiðringi í maganum og sælutilfinningin gagntók mig. Við vöfðumst utan hvort annað og hann varð ákafari. Hann lyfti bolnum mínum upp og losaði um brjóstahaldarann. Hann þakti líkama minn kossum. Hann ýtti mér á rúmið og lyfti bolnum upp og losaði um buxurnar sínar og dróg mínar buxur niður og klifraði upp á mig og hélt áfram að kyssa mig. Þetta gerðist allt svo hratt, við lágum bæði nakin upp í rúminu hans. Hann reisti sig aðeins upp og virti líkama minn fyrir sér með aðdáun og ég sá blik í dökkum augum hans. Ég komst heldur ekki hjá því að sjá hvað hann var stæltur, handleggir hans sterklegir og magavöðvarnir glæsilegir. Hann lagðist ofan á mig. Ég stundi af vellíða og við héldum áfram af ákafa.
Ég var hálfvakandi upp í rúmi. Það tók mig smá stund að átta mig á hvar ég var og hvað hafði gerst. Ég lá ennþá grafkyrr en opnaði síðan augun. Strákurinn sat á stól á móti rúminu alklæddur og fól andlitið í höndum sér. Svart hár hans féll fram.
,,Er allt í lagi?’’ Spurði ég og horfði á hann. Hann leit upp. Hann var rauðeygur eins og hann hefði verið að gráta. Hann stóð hljóðlaust upp og gekk hægt að rúminu. Ég horfði spyrjandi á hann og ætlaði að rísa upp en fraus í miðri hreyfingunni því hann hafði dregið fram hníf undan beltinu. Þetta var stór, flugbeittur hnífur og handfangið var máð, en ég sá eitthvað merki á því.
Strákurinn tók í hendina á mér og hélt henni fast. Ég kom ekki upp orði, ég var ennþá svo hissa. Hann klifraði upp í rúmið og lá nú ofan á mér og hélt höndunum á mér niðri með einni hendi en hélt hnífnum upp að hálsinum á mér með hinni hendinni. Ég starði á hann og hann starði á mig. Ég sá tár renna niður vanga hans og fann að það var líka byrjað að renna tár hjá mér. Hann beið. Ég beið. Eftir að eitthvað gerðist. En hann sat á sér. Hann hikaði. Síðan reisti hann hnífinn upp og gerði sig tilbúinn til að láta hann falla, beint á mig. Ég glennti upp augun. Hann beygði sig yfir mig þar til munnur hans nam við eyru mín og ég heyrði hann hvísla ,,Fyrirgefðu’’ titrandi rómi. Hann kyssti mig einu sinni en reisti sig svo upp, með hnífinn tilbúinn. Svo hjó hann hnífnum að mér. Ég horfði á hann og sá hik í augum hans. Hann stoppaði rétt fyrir ofan hálsinn á mér, kastaði hnífnum frá sér og leit undan þegar hann klifraði niður úr rúminu. Ég heyrði hann muldra ,,Ég get þetta ekki.’’ Ég var frosin af hræðslu. En svo rankaði ég við mér, flýtti mér eins og ég gat úr rúminu en hrasaði og datt með hausinn á undan á gólfið. Ég rétt sá strákinn labba til mín áður en ég missti meðvitund.
Ég rankaði við mér eftir dálítinn tíma. Ég opnaði ekki augun strax því ég var að vona að það sem ég mundi eftir hefði bara verið einhver vondur draumur og nú lá ég örugglega heima hjá mér upp í rúmi. Ég gerði mér grein fyrir því að ég var fullklædd.. Ég opnaði augun. Strákurinn starði á mig úr hinum endanum á herberginu. Ég reis snöggt upp en svimaði svo mikið að ég þurfti að leggjast aftur niður. Þegar ég hafði risið upp hafði strákurinn stokkið upp og flýtt sér til mín. Ég reyndi að öskra en mér var ennþá svo óglatt að það hljómaði eins og uml.
,,Uss, þú mátt ekki reyna mikið á þig, þetta var dálítið högg sem þú fékkst’’ Sagði hann og strauk mér um vangann. Ég var svo undrandi að ég gat reist mig upp.
,,Brjálæðingur!’’ Sagði ég og sló höndinni hans frá mér. ,,Þú reyndir að drepa mig!’’ Strákurinn leit undan.
,,Já…’’ Sagði hann lágt og leit út fyrir að skammast sín. Ég reis á fætur og ætlaði að hlaupa að útidyra hurðinni.
,,Nei, gerðu það ekki fara!’’ Bað hann mig svo lágri röddu að ég stoppaði. ,,Þú getur ekki farið, ef… ef þú ferð þá fara þeir að elta þig.’’ Sagði hann og horfði biðjandi á mig.
,,Nei, nú ertu alveg orðinn bilaður.’’ Sagði ég en stoppaði samt til að hlusta. Ég veit ekki afhverju.
,,Ég heiti Matteus en þú mátta kalla mig Matta.’’ Sagði hann og lét eins og hann hafði ekki heyrt í mér. ,,Mér var skipað að drepa þig og ef þau komast að því að þú sért ekki dáin elta þau þig sjálf. Þau eru miklu færari en ég.’’ Hélt hann áfram.
,,Bíddu aðeins, hver eru þessi ‘’þau’’?’’ Matti leit upp, það varð smá þögn svo sagði hann;
,,Ættflokkur minn.’’ Hann leit djúpt inn í augun mín.
,,Hvað? Bíddu ertu frá fortíðinni eða eitthvað?’’ spurði ég frekar ergileg. Hann hló gleðisnauðum hlátri.
,,Það má segja það. Ég er ekki alveg… Mannlegur.’’ Sagði hann og leit á mig. Ég skildi þetta ekki alveg, hvað var hann eiginlega að bulla?
,,Þú mátta ekki halda að ég sé klikkaður, ég er að segja satt.’’ Sagði hann
,,Það er nú orðið dálítið of seint fyrir það,’’ sagði ég á móti, en ég sá samt að hann var að segja sannleikann.
,,Ég er dálítið eins og vampíra, en ég er ekki eins og vampíra. Vampírur geta ekki verið í dagsljósi, sjá ekki spegilmyndina sína og hata hvítlauk. Þær lifa endalaust ef þær eru ekki drepnar og þær deyja við vígt vatn eða silfur. Þannig er ég ekki né fjölskylda mín. En það er eitt sem gerir fjölskyldu mína og mig líkar vampírum er að… að við þurfum blóð til að lifa. Við erum skild vampírum og ættflokkur okkar nær langt aftur fyrir tíma Drakúla greifa. Við höfum verið nefnd í þessum goðsögnum en alltaf litið á okkur sem vampírur.’’ Eftir þessi orð varð spennuþrungin þögn. Það var satt hann var orðinn bilaður. Matti sá svipinn á mér og reis á fætu. Hann labbaði til mín tók um axlir mínar og sagði;
,,Ég er ekki bilaður!’’ Hann skalf og þegar ég leit í augun á honum sá ég að hann var örvæntingarfullur. Hann hafði greinilega langað rosalega til að segja mér þetta mjög lengi.
,,Ég hef aldrei sagt neinum af… fórnarlömbunum mínum þetta fyrr. Ég hef heldur aldrei hikað.’’ Sagði hann, sleppti mér og byrjaði að labba um íbúðina.
,,Bíddu, ertu að segja að þú hafir drepið áður? Að ég hafi átt að vera eitt af þessum fórnarlömbum þínum?’’ Ég leit á hann og var með tárin í augunum.
,,Ertu ekki búin að vera að hlusta? Ég þarf blóð til að lifa af! Fjölskylda mín þarf blóð til að lifa af! Ég er einn af veiðurunum. Þeir sem ná í blóðið.’’ Nú var röddin hans byrjað að skjálfa. Hann leit á mig.
,,Ég veit ekki af hverju ég get ekki drepið þig. Ég hef aldrei brugðist.’’ Núna var hann meira að tala við sjálfan sig en mig. ,,Ef þú vilt lifa er eins gott að þú byrjir að flýja, því þegar þau komast að því að ég hafi ekki getað drepið þig veiða þau þig sjálf. Í rauninni ætti ég líka að flýja. Þeir nota svikara líka.’’ Nú var hann óttaðsleginn.
,,Flýja? Það kemur ekki til mála. Ég get ekki bara yfirgefið fjölskyldu mína!’’
,,Þú elskar fjölskylduna þína er það ekki?’’ Spurði hann.
,,Jú, auðvitað!’’
,,Þá ættirðu að flýja, ef þú verður kyrr hér þá taka þau líka fjölskylduna þína!’’ Ég var mjög ringluð. ,,Jafnvel ekki ég get stoppað það.’’ Sagði hann og leit sorgmæddur á mig.
,,En hvernig veit ég að þú sért ekki að ljúga bara til að fara með mig til þeirra til þess að ljúka verkinu?’’ Nú leit hann beint í augun á mér.
,,Afþví að ég held ég… ég elski þig’’
Ég varð svo hissa að ég settist niður, ringluð.
,,Ertu ekki að grínast?’’ Sagði ég síðan eftir langa þögn.
,,Nei…’’ Sagði hann, gekk til mín og settist við hliðina á mér.
,,Ef þú vilt lifa þá ferðu í burtu, þér er ekki óhætt hér. Ef það er einu sinni búið að ákveða fórnalamb, láta þeir það aldrei sleppa.’’
Það gátu ekki verið til vampírur. Og síður eitthvað eins og hann var að lýsa því. Þetta hlaut að vera einhver hrekkur. Stelpurnar í skólanum hljóta að þekkja hann og skipa honum örugglega að gera þetta. Já þannig hlýtur það að vera. Ef ég fer með honum þá fer hann örugglega með mig til þeirra til að gera grín af mér, að ég hafi trúað þessu. Ég gat ekki farið með honum.
,,Ég ætla að fara heim,’’ sagði ég hikandi, stóð upp og gekk að útidyrahurðinni.
,,Nei! Komdu með mér! Ef þeir finna þig drepa þeir þig sjálfir og það er mikið verra en það sem mér var skipað að gera!’’
,,Lygari,’’ sagði ég, opnaði hurðina og hljóp niður stigann. Fyrir neðan stigann lá hjólabrettið mitt þar sem ég hafði skilið það eftir. Ég flýtti mér að taka það og hljóp með það út á götu og renndi mér heim.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.