Þessa sögu skrifaði ég í íslenku tíma í Hotel og matvælaskólanum í MK. Þess má til gamans geta að ég var að kinnast starfi kjötiðnaðarmannsins á þeim tíma sem þetta er skrifað.


Það er allt svo dimmt. Ég er einn. Ég er hræddur.

Hann hafði aldrei séð neinn hérna. Samt heyrði hann í fólki og öðrum svínum. Hann heyrði að fólkið talaði um að mikið væri um góða skrokka og að ekkert stæði í vegi fyrir því að allir ættu að geta átt góð jól. Nema svínin. Svo hlógu þessir hálfvitar eins og engin væri morgundagurinn.
Jónasi hafði verið komið fyrir í stíu fullri af leðju og öðrum nauðþurftum fyrir svín. Alls ekki svo slæmt, miðað við það sem hann hafði heyrt.
Hann hafði aldrei skilið afhverfu það þurfti að vera að flytja hann alla leið til Íslands.

Hann hafði verið settur í gám, sem í voru litlar og þröngar stíur.
Í gámnum var ein stíga sem var stærri en allar hinar. Hún var þannig úr garði gerð að hægt var að labba á milli einnar stíu yfir í aðra en þá stigu fékk Jónas. Hann skildi ekki af hverju honum var veittur meiri matur og stærri stía, hann velti því fyrir sér hvort þetta væri bara einskær tilviljun.

Skildi hann nokkur tíma komast héðan. Hann sá hvar tveir menn í hvítum sloppum gengu á milli hverjar stíunar á fætur annarri og tóku grísina ýmist upp eða létu þá vera. Hann tók eftir því að þeir grísir sem teknir voru upp voru allt öðruvísi en hann.
Hann skildi þetta ekki.
Af hverju var hann lentur í þessu. Hann fann það betur og betur að hann myndi aldrei komast í burtu. Að hann kæmist aldrei heim í sveitirnar í þýskalandi en þar hafði hann átt heima ásamt konu sem annaðist hann eftir að mamma hans og pabbi hurfu.

Nú var komið að honum. Mennirnir nálguðust.
Jónas fann það á sér að eitthvað hræðilegt var í vændum. Hann lokaði augunum og lagðist út í horn. Hann vildi ekki láta ná sér og fara sömu leið og hinir grísirnir. Hann vissi innst inni að það væri ekki góður staður og að þeir sem kæmu inn kæmu aldrei út..
- Þessum verður ekki slátrað, það hefur sýnt sig oftar en einu sinni að fólk vill ekki borða brúna grísi.
Jónas stóð upp og sperrti eyrun.
- Hann verður sendur eitthvað annað.
Því næst var Jónas tekinn upp og farið með hann í stóran flutninga bíl. Þar var hann settur niður og þar sá hann í fyrsta skipti annan grís í návígi. Það var falleg gilta, á aldur við hann. Hann hljóp til og spurði hana um nafn. Hún hét Gréta.
Jónas gat ekki lengt gleði sinni. Hann var sloppin undan þessu öllu. Hann þurfti ekki að óttast neitt framar. Hann gat séð sólina á ný í gegnum lítið gat á flutningabílnum. Hjarta hans fylltist aftur von og gleði. Hann snéri sér að Grétu. Hann fann að ekkert gat staðið í vegi fyrir þeim, engar hindranir eða veggir sem þurfti að yfirstíga.

Bíllin staðnæmdist, hurðin á bílnum opnaðist og út gengu þau roggin og áhyggjulaus. Jónasi var litið á flutningabílinn. GOÐI. Hvað skildi það merkja?