Hvar er ég? Var það fyrsta sem hann hugsaði þegar hann opnaði augun. Það tók hann um það bil tíu sekúndur að rekja hluta atburðarrásar gærkvöldsins í huganum. Hann hafði farið út að skemmta sér með strákunum, farið á Prikið og drukkið ótæpilega. Minnið bauð ekki upp á nánari upplýsingar að svo stöddu.
Herbergið sem hann var staddur í var ekki ríkulega búið ef frá var talin gríðar stór Apple tölva sem stóð á þunglamalegri viðarplötu sem var haldið uppi af nokkrum múrsteinum. Hann leit á eitthvað sem virtist vera mannvera vandlega pakkað í sæng sér við hlið. Jahá, það var nefnilega það, hugsaði hann. Loksins þegar ég næli mér í kvenmann man ég ekkert eftir því. Hausverkurinn gerði vart við sig þegar hann stóð á fætur. Þetta er refsing guðs fyrir syndum gærdagsins hugsaði hann með sér.
Svörtu Levi’s gallabuxurnar hans voru kuðlaðar úti í einu horni herbergisins. Hann hreyfði sig hljóðlega til að vekja ekki rekjuaut sinn. Það síðasta sem ég vill er að gera þetta augnablik vandræðalegra, hugsaði hann þegar hann þegar hann gekk út um dyrnar sem leiddu hann í næsta herbergi.
Það sem mætti honum var engu ríkmannlegra en herbergið sem hann hafði yfirgefið. Vaskur fullur af skítugu leirtaui og eldhúsborð sem sást vart í fyrir gömlum dagblöðum og tómum bjórdósum. Hún hefur greinilega gengið í húsmæðra skólann þessi, hugsaði hann á meðan hann tróð sér glottandi í skóna. Hann opnaði útdyrnar og gekk hljóðlega út.
Hann sá að hann var staddur á Skólavörðustígnum. Hann leit í áttina að Hallgrímskirkju sem gnæfði yfir honum. Honum varð hugsað til allra þeirra sem höfðu bundið enda á sitt eigið líf með því að ögra þyngdaraflinu frá toppi turnsins. Jæja þá, hugsaði hann. Það eiga þá margir verra líf en ég. Það er þó margt sem ég get bætt. Ég ætla að hætta að drekka frá og með núna, þetta þýðir ekki lengur. Maður ætlar sér alltaf að skemmta sér konunglega en man svo ekki eftir allri skemmtuninni. Eina sönnun þess að þetta hafi verið gaman eru himinháar kvittanarir úr hinum og þessum öldurhúsum bæjarins. Nei nú er nóg komið hugsaði hann.
Hann gekk þunglamalegum skrefum í átt að Laugarveginum og forðaðist augnsamband við aðra vegfarendur. Það fer ekki á milli mála að ég hef ekkert farið heim til mín síðan í gær, úfið hárið og óreglulegt göngulagið lýgur ekki. Hann þreifaði í hægri buxnavasa sínum eftir símanum sínum og fann hann loks undir samanvöðlaðri blöndu kassakvittana og brotinna sígarettna. Klukkan var að verða tólf. Guð minn almáttugur, ég hef aldeilis sofið. Hann greikkaði sporið og vonaði að hausverknum tæki að linna, hann vissi betur af fenginni reynslu.
Þegar að hann nálgaðist Austurstræti fann hann fyrir titringi í vasanum og í kjölfarið heyrði hann hringinguna. Hann greipa símann og svaraði. Rám rödd mætti honum eftir að hann hafði heilsað. Blessaður! Hvað varð eiginlega um þig í gær?
:Ég vill helst ekki ræða það svaraði hann.
:Þú bara hvarfst þarna með einhverri dömu, Linda, var það ekki?
:Æi getum við ekki bara sleppt þessu, hvað er að frétta?
:Jaaa? Mest lítið bara, ég ætlaði bara að athuga hvort þú kæmir ekki með okkur í afmælið hjá Breka í kvöld.
Hann hafði steingleimt því, enda heilinn ekki orðinn fullkomlega starfhæfur.
:Já er það í kvöld svaraði hann.
:Já. Þú kemur er það ekki, frír bjór og svona.
Hann hugsaði sig um í skamma stund og svaraði svo.
:Hvenær hef ég neitað fríum veigum.
Hann lagði símann í vasann og hugsaði með sér, það er aldrei of seint að hætta.