Það sem gerist á transit svæði flugvalla er undir stjórn sérstaklega skipaðrar öryggisgæslu. Sumt sem þar gerist á ekkert erindi í fjölmiðla handan landamæranna.

Leifstöð var nýbyggð þegar ég hóf störf í öryggisgæslunni. Aðstaðan var allt önnur og betri en þegar fólk fór um herstöðina en samt var það mál manna að flugstöðin hafi verið byggð of lítil. Enda leið ekki mörg ár þar til farið var að stækka og breyta. Eftir 11 september hefur vinnuaðstaðan og regluumhverfið líka gjörbreyst.

Á þessum árum tíðkaðist að blanda saman brottfara og komufarþegum og engin setti neitt út á það. Léttvægara var líka tekið á ýmsum atriðum eins og handfarangri og slíku. Okkur reyndist líka auðveldara að sveigja reglurnar að aðstæðum en seinna varð.

Það var haustrigning á Miðnesheiði og dröbbuð birtan litaði allt grátt. Ég hafði verið settur á póst við hliðina vegabréfaeftirlitinu. Ég átti að vera tollgæslunni til taks ef eitthvað kæmi upp á. Þetta eftirlit var í hennar höndum, öfugt við það sem seinna átti eftir að verða. Þetta var nú fremur sofandlegt hlutverk, lítið um að vera og mest bara setur. Ég mátti samt búast við einhverri tilbreytingu í dag.

Varðstjórinn hafði látið mig fá afrit af fremur sjaldgæfu skeyti frá Utanríkisráðuneytinu. Tveir afrískir diplómatar voru á leiðinni að millilenda í Keflavík á leið til Bandaríkjanna. Ég man ekki þjóðerni þeirra; veit ekki einu sinni hvort land þeirra sé enn til. Nógu mikilvægir voru þeir þó að séð var til þess að þeir áttu að fá sérstaka meðferð, og fá að sleppa við hefðbundið eftirlit. Já, þetta tíðkaðist.

Flugumferð var ekki í líkingu við það sem hún er orðin í dag; ferðamenn fáir, mest um millilendingar eða íslendinga á leiðinni frá Kaupmannahöfn. Svolítið um sólarlandaflugið á sumrin, örfá Ameríkuflug í viku og reytingur af öðru. Það var þá helst um þetta leiti dags sem eitthvað var að gera. Vélar lentu frá Skandinavíu, Bretalandi og Ameríku; farþegarnir blönduðust á transit svæðinu, slæðingur fór út um græna hliðið, heim í heiðardalinn. Aðrir fóru til Þýskalands, Hollands eða Grænlands. Einn hrærigrautur.

Fyrir ofan eftirlitsbásanna var stórt skilti sem á stóð Welcome to Iceland Velkominn heim. Íslendingur rétti fram fagurblátt vegabréf sitt. Tollvörður segir velkominn heim og hleypir honum í gegn. Vesenislaust.

Fátt hafði skeð. Hafði ekki enn orðið var við Afríkananna þegar vörðurinn kallaði í mig.
Geturðu athuga þennan? spurði hann.
Hvað er að? spurði ég.
Æi ekkert; hann er íslendingur, talar íslensku, en ekki með íslenskt vegabréf. Hann er með grunsamlega fyrirferðamikinn handfarangur, svaraði tollvörðurinn.

Ég veifaði manninum til mín. Hann kemur brosandi til mín haldandi á tveimur golfpokum. Þrítugur karlmaður, stuttklipptur og ljóshærður, í bláum sumarjakka,ljósum khakibuxum, sólbrúnn og fagurlega tenntur. Hann tekur sólgleraugu niður áður en hann ávarpar mig. Það fannst mér bera vott um kurteisi og líkaði um leið sérlega vel við manninn. Enda með viðkunnalegt augnaráð.

Það er aldeilis að þú hefur fengið að taka með þér af handfarangri, sagði ég.
Já, haha, það sakar stundum ekki að þekkja dömurnar á innritunarborðunum, svaraði hann. Ég greini vott af hreim.
Hvaðan ertu að koma? spurði ég hann.
Halifax, Kanada, svarar hann.
Ertu ríkisborgari í Kanada? spurði ég hann.
Ahh nei, ég er með Bandarískt vegabréf.

Ég fæ að skoða það.
Hallgrimur Petursson. 29 ára. Fæddur á Íslandi.

Búinn að búa lengi úti? spurði ég hann.
Síðan ég fór út í nám 18 ára. Næstum 12 ár, svaraði hann. Hann er mjög viðmótsþýður.

Ég fæ að kíkja í töskuna hans. Um leið og ég renni frá rennilásnum á pokanum hans kemur upp á móti mér mjög skringilega hrá lykt. Vacumpakkað kjöt. Mjög dökkt nautakjöt. Hrátt. Óúrbeinað.
Mér þykir fyrir því að segja þér það en það er algerlega tekið fyrir það að menn ferðist með ósoðna kjötvöru inn í landið, upplýsti ég hann. Þetta verður allt hirt af þér tollinum.
Þetta er allt í lagi, svaraði hann. Ég er bara að millilenda stutt, fer ekki af transit.

Hmm… Það var engin leið að passa það að hann færi ekki út og inn um security aftur.
Svo það er bara tilviljun að þú millilendir í móðurlandi þínu á ferðalagi þínu? Þú ætlar ekkert að kíkja í heimsókn, spurði ég hann.
Hann hlær smá. Nei, ég er á stöðugum ferðalögum. Ég hef ekki haft tíma til að heimsækja Ísland svo árum skiptir. En satt segirðu, þetta er kannski pínu skrýtið.

Hann horfir fjarræn út um gluggann.

Stundum er maður svo niðursokkinn í sinn daglega bissness að maður hugleiðir ekki svona. Smá þögn. Bráðum. Ég mun koma aftur bráðum, sagði hann svo og brosti.
Ég vissi varla hvernig ég átti að svara.
Vertu bara velkominn, svarði ég í hálfum hljóðum.
Hann er ekki allur þar sem hann er séður þessi, man ég að ég hugsaði. Mér líkaði samt ágætlega við hann. Skemmtilegt eintak af manni, ábyggilega reynt ýmislegt, þrátt fyrir að vera svona ungur.

Get ég fengið að sjá flugmiðanna þína út ? spurði ég.
Sjálfsagt, svaraði hann og rétti mér.
Þetta stemmdi, hann var á leiðinni út tveimur klukkustundum síðar. Ég man ómögulega hvert. Það skipti máli seinna. Þetta leit ekki út fyrir að ætla að verða vandamál svo ég kláraði þetta.


Ég mun láta þá á Grænu hliði vita af þér, þannig að ef það er rétt sem þú segir að þetta eigi ekki að fara til Íslands þá er þetta ekkert vandamál. Annars…

Hann brosir. Gott mál, svaraði hann.

Ég fékk merki frá tollverðinum að drífa mig og sá tvo svertingja í jakkafötum nálgast inn úr ganginum.

Ein spurning að lokum, sagði ég og gerði mig líklegan til að fara að sinna diplómötunum, er þetta mikið af kjöti?
Hann setti upp sólgleraugun aftur.
Svona sem nemur u.þ.b. tveimur höfuðlausum mannskrokkum, svaraði hann og glotti.

Það fer hrollur um mig. Átti þetta að vera brandari? En ég hafði ekki tíma fyrir einhverjar vangaveltur og sinnti þessu ekkert frekar heldur fór og tók á móti negrunum.

Maðurinn með kjötið smaug inn í mannmergðina á transitinu.



Afríkananir voru hinir vingjarnlegustu. Ég tók á móti, fékk að sjá skilríki og fylgdi þeim svo innum bakdyr, fram hjá eftirlitinu og beint inn á fríhafnarsvæðið. Sá eldri spurði margra spurninga um Ísland og ég svaraði með bestu getu. Kunnáttuleysi í ensku háði okkur öllum. Loks vildu þeir að fá að versla einhvern íslenskan varning áður en þeir yfirgæfu landið. Mér fannst það hið sjálfsagðasta. Við mæltum okkur mót á sama stað þremur tímum seinna svo ég gæti fylgt þeim tímalega í rétt flug áfram til Bandaríkjanna.

Í millitíðinni fer ég og sinni skyldustörfum. Ég var settur í vopnaleitina. Farþegar á transit þurftu að fara í gegnum auka vopnaleit áður en farið var til Evrópu, ef vera skyldi að þeir hefðu millilent frá Ameríku. Ekki spyrja mig afhverju… Eitthvað varðandi mismunandi staðla eða slíkt.

Svo ég sat við röntgenvélina og skimaði hverja handtöskuna á fætur annarri. Þetta er alger færibandavinna og örsjaldan sem maður verður var við eitthvað óvenjulegt. Á endanum er hættan sú að maður verður svo sljór að eitthvað stórt, jafnvel mannslík eða pandabjörn, gæti farið fram hjá manni og maður tæki ekki eftir því.

Skyndilega sá ég tvo stóra poka með lítið af hefðbundnum farangri, aðallega einhverjum þykkum lífrænum massa. Ég tók kipp og stöðvaði færibandið. Hvern fjárinn var þetta?

Ég leit á farþegann og sá manninn sem ég hafði rætt við áður. Hallgrím. Manninn með kjötið. Það útskýrði ýmislegt. Óþarfi að níðast eitthvað frekar á honum. Ég setti færibandið aftur á stað.

Láttu nú ekki hirða þetta allt af þér í tollinum í útlöndum! kallaði ég að honum í gríni.
Hann brosti bara breiðu brosi með sólgleraugun uppi og kapteinaderhúfu sem hann hafði ekki verið með áður og kveður mig með því að færa tvo fingur upp að enni að hermannasið, eins og hann vildi segja: Skal gert.



Á umsömdum tíma var ég kominn upp á Fríhafnarsvæði aftur. Eitthvað ætlaði það að dragast að diplómatarnir kæmu aftur. Eftir því sem nær dróg fluginu varð ég áhyggjufyllri. Loks afréð ég að strunsa út að hliði og athuga með þá. Flugleiðarstelpurnar gátu ekki séð að þeir væru komnir í vélina. Ég tók talstöðina, og bað um hjálp. Flugumferðarstjórn var fengin til að fresta flugin örlítið, og öll öryggisdeildin var látin fínkemba allar verlslanir og biðsali. Loks var orðið ljóst að þetta var til einskis og flugvélin fór án diplómatana. Líklegast hefðu þeir rambað út yfir landamærin og væru einhverstaðar á Íslandi núna að njóta lífsins.

Utanríkisráðuneytið var innt eftir því hvort líkur væru á því að mennirnir væru flóttamenn, en við því fengust engin svör.

Lögreglan var ekkert að stressa sig á því; tveir kolsvartir afríkunegrar gætu ekki falið sig svo auðveldlega á Íslandi. Þeir myndu komast fljót í leitirnar.

Það reyndist rétt.
Strax um kvöldið fann ræstingakona sem var að þrífa eitt af minni klósettum flugstöðvarinnar allt kjötið. Heill rusladallur af fínasta vacumpökkuðu nautakjöti og á botninum tvö afskorin kolsvört mannshöfuð.