Hún gekk hægum skrefum eftir götunni. Það var rólegur sumardagur og sólin skein. Allt venjulegt fólk fór með fjölskyldum sínum á ströndina og flatmagaði áhyggjulaust á heitum sandinum.
Hún hló við tilhugsunina. Eftir nákvæmlega tvær mínútur myndi eitthvað hræðilegt gerast, hún vissi það. En því flúði hún ekki, spurði hún sjálfa sig? Af hverju gekk hún í rólegheitum niður
götuna í stað þess að vara alla við? Hún vissi svörin við þessum spurningum en þau voru grafin djúpt í hugskoti hennar, djúpt niður í djúpasta djúpið, þar sem jafnvel djöfulinn sjálfur
myndi aldrei stíga fæti. Hún hló aftur.
“Djöfullinn”, hugsaði hún, “hvað hefur hann gert?”.
Hún leit í kringum sig, líkt og hún væri að horfa á heiminn í síðasta skipti. Hún stoppaði, dró sígarettupakka upp úr vasa sínum, dró eina upp úr og setti hana upp í sig. Bíll kom á
fleygiferð fyrir hornið, og stefndi beint á hana.
“Þeir hafa þá komist að því”, hugsaði hún um leið og bílinn kastaðist upp í loftið, tók margar veltur og lenti síðan á hvolfi, algjörlega í rústi.
Hún gekk að bílnum og leit á blóðugan manninn inn í honum. Hún kom auga á lítinn loga á bílflakinu sem hún beindi sígarettunni að. Sígarettann logaði og hún saug að sér reykinn. Eftir
smá stund henti hún sígarettunni frá og gekk í burtu. Hún heyrði hávaða, jörðin titraði.
“Jæja, svo þetta er það”, sagði hún og það voru síðustu orð hennar.