Læst hurð Hjartans
Hvísl berst mér einhverstaðar nálagt, ég opna augun. Mæti morgun roðanum sem rís við sjóndeildarhringinn. Ég sný mér frá sólinni, flý í skuggann í þessum kofa skræfli sem ég ligg hér í, ég vil hörfa aftur í drauminn minn. Þennan yndislega draum, en var þetta ekki örugglega draumur eða var þetta kannski minning gleymd og grafin djúpt í minningum mínum. Ég held að það hljóti að vera, svona er ekki raunverulegt, ekki hjá mér allavega. Ég velti mér á bakið, brosi biturlega. Ég sveifla fótunum framúr rúminu. Yljar mínar snerta mjúkar viðarþjalinar. En hvar er ég aftur, er pínu ringluð, ég lít í kringum mig áttavilt. Ó já, auðvitað ég er í fríi. Ægilega get ég verið utan við mig, Kiddi lánaði mér kofan sin hér við eina kyrrahafseyjuna, við ströndina. Þeim fannst ég þurfa að komast burt, burt að reyna að finna það aftur. Þetta sem ég týndi fyrir svo löngu síðan, ef það er þess virði að finna aftur. Ef það er vit í því að finna það aftur, er ekki viss hvort sé það, ekki lengur allavegana. Þess vegna félst ég á að fara. . . . til að finna svarið aftur. Ég get ekki staðið í efa lengur, stöðnuð í þessum sporum. Það er eins og eitthvað liggji í loftinu. Geng í átt að eldhúsinu, með sömu hugsanirnar aftur og aftur. Ég
teygi mig í epli í körfuni á eldhúsborðinu og fæ mér góðan bita af því. Eplið ersætt á bragðið og safinn fyllir mig sætum unað. Nartandi í eplið mitt geng ég útá pall og tylli mér í hægindarstólin fyrir utan hurðina. Sitjandi í makindum með epli mér í hönd, halla ég augum, myndir fylla hug min, bjartur mánin lýsir upp ströndina. Ég ákveð að taka mér göngu í mánaskyninu, geng eftir ströndinni kælandi fætunar í ljúfum öldum sem klifra upp sandin með flóðinu. Anda að mér næturdýriðinni, óskandi að ég væri ekki búin að glata því. Ungur
maður birtist mér fyrir sjónir í fjarska, hann minnir mig á bældar minningar. Eitthvað sem ég á að þekkja, en ég veit ekki hvaðan. Hann gengur nær, með blíðlegt bros á vör, augun full af blíðu en það er eins og ég þekki þessi augu. En nei ég held ekki. Engan svo blíðann, ekki gagnhvart mér allavegana. Ég brosi kurteysislega og sný mér við, held áfram í átt að kofanum. Hann gegnur á eftir mér, tekur blíðlega í hendi mér, þrýstir létt. Ég lít við beint í augu hans. Hann hvíslar í blíðum tón að mér,“ ekki loka aftur á mig, ég bið þig. Treystu mér á ný og við skulum leita saman af þínum týnda parti”. Hann teygirsig í hina hönd mína og ég get ekki streist á móti, það er eitthvað við þessi augu, hvað áhrif þau hafa, gerandi mér ófært að hlaupa burt. Hann togar mig nær, hársbreidd frá hvort öðru, “ Þú veist að þú átt mig allan, við erum ætluð hvort öðru, mannstu”. Við orð hans finn ég titring fara um mig alla, en tárin fara að streyma í stað niður vanga mína og sársaukin brýst fram. Huti að af því týnda föstu taki. Ákveðin að sleppa ekki aftur, hann þerrar tár mín, og hvíslar í eyru mér,“ mín er beðið, en ég kem aftur þegar tímin er réttur”.
Hann kyssir mig blíðlega og leggur lítið nisti í lófa min. Það er lítil hjartaskel. Hann sleppir treglega, snýr sér við og gengur í burtu eftir ströndinni.
Ég sit í stólnum á pallinum, og vakna upp af draum, held ég allavega. Ekki viss, ég hendi eplinu og halla mér aftur. Ég finn augum mín þyngjast á ný, ég finn mig vera fljóta burt í drauma heimin á ný. Kannski kemur hann aftur?
Vekjaraklukka hringir með miklum látum, ég hendist upp í rúminu, vá hvað ég þoli ekki þessa klukku. Skil ekki hvernig móður minni datt í hug að gefa mér þetta skrímsli. Er frekar ringluð eftir ruddalega vakningu og lít ég í kringum mig, Teygi mig í klukku skrattann og slekk á henni. Ég er í rúminu mínu ? Ég er heima í íbúinni minni í Reykjavík. Ég læt mig falla aftur á koddann, þetta var þá bara draumur. . . . . . Ég finn eitthvað liggja í rúminu mínu við koddann,
ég tek utan um það og lyfti því upp fyrir framan mig, Hjartaskel? Hvaðan kom þetta ??
Þetta var draumur, var þetta ekki bara draumur ??