Ég ritaði þessa sögu í tilefni af könnuninni sem gerð var hérna, um hvort of mikið væri af svona “Vælu sögum”
“Af hverju” öskraði ég og horfði til himins, “Af hverju ég!” öskraði ég áfram.
Mér fannst sem heimurinn hafi snúið baki í mér, hún hafði verið mér allt, hún hafði verið líf mitt, hjarta mitt, draumurinn minn.
Forlögin höfðu tekið hana frá mér og ég var aftur orðinn einn, hún var dáin, það var ekkert sem ég gat gert til að hindra það.
“Af hverju!” öskraði ég svona enn einu sinni til að útskýra mál mitt og í leiðinni steypti ég hnefanum til móts við guðina, guðinn, eða bara til einstaklingsins sem sat einhverstaðar hátt yfir jörðinni á bólstruðu skýi og þóttist ráða öllu.
Ef það var einhverjum að kenna að hún var farin þá var það honum að kenna… eða henni… nema þetta vald sé kynlaust þá var það því að kenna.
Eða þegar ég hugsa út í það þá þarf ekki einu sinni að vera að þetta hafi verið nokkrum að kenna, kannski bara hennar tími kominn til að kveðja mig… nei, ég gat ekki sætt mig við það. Það var feita gaurnum á bólstraða skýinu að kenna, ég var sannfærður um það.
Ég gekk heim á leið, bugaður sorg, bugaður af öllum illum tilfinningum sem mannlegi tilfinningaskalinn hefur uppá að bjóða.
Ég var þunglyndur, reiður, sár, leiður, bitur og fleiri slæmar tilfinningar.
Ég hlammaði mér í rúmið mitt og grét sárann, ekki það að það hafi myndast nokkur tár, ég er auðvitað karlmaður, ég sýni aldrei tilfinningar mínar, en ég gerði það innra með mér, innra með mér grét ég eins og lítið barn eftir að hafa verið ýtt inn í raunveruleikann eftir notarlega 9 mánaða dvöl inn í móðurkvið.
Ég horfði á hana þar sem hún lá fyrir framan mig, hún var dáin, dauð.
Ég stóð upp og strauk henni blítt, en það þýddi ekkert, hún var dáin, dauð.
Ég gekk í hringi í kringum hana og virti hana fyrir mér, en það var alltaf sama svarið, hún var dáin, dauð.
Ég sparkaði duglega í hana, en það þýddi ekkert hún var dáin, dauð.
Ég lyfti henni varlega upp og bar hana út í bíl, það var aðeins eitt sem var hægt að gera, skellti henni í skottið og keyrði með hana upp á haugana þar sem ég gaf henni alvöru jarðaför.
Blótandi, ennþá sár yfir þessu settist ég upp í bílinn eftir tilfinninganæma jarðaför og keyrði á brott.
“Andskotinn hafi það.” Bölvaði ég með sjálfum sér, “Næst kaupi ég mér Makka, kannski hann lifi lengur.”