“það er eins og hausinn á mér er að springa” hugsaði hann, og hann hafði rétt fyrir sér, það var eins og hausinn á honum var að springa, æðarnar í andlitinu á honum þrútnar eins og bandarískur fasta kúnni á skyndibita stað, suð bergmálaði í eyra hans eins og fluga á amfetamíni og allt þetta ofaní dynjandi trommuslátt hundruð trommara sem börði eins og þeir ættu lífið að leysa.
Hann stóð upp í snatri og blóðið lak skyndilega niður í lappirnar á honum og heimurinn tók að snúast, enn hann hugsaði ekki um það, hann óð bara áfram í gegnum íbúðina sína, hann stökk yfir myglaða pizzukassa, sparkaði til tómum bjórdósunum á leið sinni yfir íbúðina sem hafði verið auglýst 68 fermetrar en var svo ekki nema 67 þegar hann var búinn að mæla að með gráðuboganum sínum.
Hann óð áfram gegnum ruslið sem hafði safnast saman seinustu tugi ára, hann óð áfram eins og mannýgt naut í áttina að brúnu hurðinni sem hafði eitt sinn verið hvít, hann hrundi henni upp og það brakaði í hjörunum þegar hún skall í vegginn og hann horfði á klósettið þar sem það sat rólegt í horninu á baðherberginu.
Hann féll á hnén fyrir framan það og stingandi sársauki reis upp frá hægri hnénu og hvatti trommarana til að tromma hraðar, fluguna til að suða meira. Hann opnaði klósettsetuna og horfði ofan í brúnt klósettið, starði ofaní gruggugt vatnið og beið eftir að innihald magan myndi koma æðandi vitlausan veg í gegnum upphafstig meltingarkerfisins, en ekkert gerðist. Trommararnir virtust hafa hætt að tromma til að fylgjast með herleg heitunum, flugan virtist hafa sofnað eftir amfetamín kastið og æðarnar voru orðnar eins og bandarísk fyrirsæta sem hafði aldrei kynnst kolvetni.
Hann beið, ekkert gerðist, hann skoðaði klósettið vel og vandlega á meðan hann beið og sá allskonar mynstur í brúnu drullunni sem var föst á hvítri postulínsskálinni, hann starði yfir gatið á hendinni á sér, og bölvaði tímanum þegar hann fékk það. Áfram starði hann ofaní klósettið en ekkert gerðist, maginn var rólegur, það var þögn fyrir utan lágt suð frá flúor perunni sem lýsti upp skítugann klósettvaskinn og brotna spegilinn. Hann stóð upp og gekk inn í eldhús og opnaði ísskápinn og greyp kaldann bjór og opnaði hann með liprum handtökum.
Trommurnar byrjuðu að dynja, og flugan hafði fengið auka skammt af amfetamíni, en um leið og fyrsti sopinn yfir tunguna, niður vélindað og átti góða magalendingu þá þagnaði allt.
Hann brosti lítilega og strauk sér yfir órakaða kinnina, svo kláraði hann bjórinn og lét dósina detta með þungum dynk á gólfið.
Þrisvar var bankað á útidyra hurðina.
“Hvað viltu?” kallaði hann og greyp annan bjór úr ísskápnum.
“Uuu, herra…” sagði taugaveikluð rödd fyrir utan dyrnar, “Faðir þinn vill að þú sitjir við hægri hönd hans,”
-“ókei, segðu honum að ég sé á leiðinni.” Öskraði hann fram og heyrði þegar maðurinn fyrir utan dyrnar hljóp í burtu með skilaboðin.
Bjórinn tæmdist á nokkrum sekúntum og hann gekk hröðum skrefum að fataskápnum sínum og opnaði hann og starði á hvítu kyrtlanna sem stóðu þar inn í röðum. Hann bölvaði lágt með sjálfum sér, “Þetta fæ ég fyrir að láta negla mig á kross.” Svo skellti hann sér í hreinan kyrtil og gekk fram til föður síns, til að taka við því hlutverki sem hann dó til að fá.