Hyldýpið Það eru eflaust þó nokkrar stafsetningavillur í þessari sögu.. og ofnotkun á kommum, en það verður bara að hafa það.


Hyldýpið

Er hún stendur á brúninni með bliksvart hárið flaksandi. Er hún brestur í grát, horfir ofan í hyldýpið og hugsar um það liðna. Óttinn, sektarkenndin og vonleysið skýn úr augunum, spurningin ,,afhverju ég’’ skítur niður í hugann hvað eftir annað.

Hún hverfur inn í það liðna, hún er varnarlaus gagnvart miskunarlausum minningunum sem leita hennar í svefni jafnt sem vöku. Blóðið, öskrin í sjálfri sér, gráturinn, óttinn, nístandi sektarkenndin, tómleikinn, og dauðinn, dauðinn sem hún óskaði sjálfri sér. Vonleysið nísti hjarta hennar eins og ótal hnífum væri stungið í það.

Hún man að hún hugsaði um jólin, hvernig ætli þau yrðu, ætti hún nokkurntímann eftir að upplifa hamingjusamleg jól aftur.

Þetta var bara leikur, þetta átti ekki að gerast, þetta var óvart, þetta var slys. En allt er gott sem endar vel. En hún, hvað með hana? Hún gleymdist, hún lokaðist inn í sér, og helypti engum inn, og hún fór aldrei út. En það skipti reyndar ekki máli, enginn reyndi að komast inn, enginn spurði hvernig hún hefði það eða hvort það væri í lagi með hana, enginn reyndi að fá hana út.

Hún var alltaf að þykjast, lét fólkið í kringum sig lifa í blekkingu svo því mundi ekki líða illa, svo þau mundu ekki halda að hún væri brothætt, en hún var það. En hún sagði ekkert, var þá ekki allt í lagi? Nei… Hún engdist sundur og saman í sektarkennd og ótta á næturnar, þar sem enginn heyrði eða sá til. Ótti sem var dýpri og frábrugðinn því sem hún hafði upplifað áður.

Allt tekur einhverntímann enda… Hún hafði verið lifandi dauð allt of lengi. Hún var litlaus vera sem enginn tók eftir, enginn skipti sér af og öllum var sama um. Eru þau reið?

Hún hleypur og hleypur og hleypur og hleypur í gegnum myrkann skóginn sem rífur skinn hennar og föt. Hún hleypur og hleypur og hleypur og hleypur yfir mýrina sem reynir að sökkva henni til sín. Hún hleypur og hleypur og hleypur og hleypur að brún hyldýpisins…
…Allt tekur einhverntímann enda.


-Hrislaa
./hundar