Ég er búinn að setja þessa sögu inn á rithring líka en ákvað að fá einnig comment hér.

Það skín á lögreglumerkið hans. Hann kremur lítinn miða í hendinni og gengur inn stíginn að húsinu. Það er frekar lítið og nett en hefur greinilega kostað sitt. Garðurinn í kring er umlukinn sólskini sem fellur á nývökvað grasið ogtréð sem stendur eins og tveim metrum frá stígnum inn í garðinum. Lögreglumaðurinn gengur treglega að húsinu og styður á hnappinn að bjöllunni. Hann reynir að koma reglu á þær upplýsingar sem eru í bið og belg innan í höfði hans. Allt það sem hefur verið sagt við hann, loforðin og innblásnu athugasemdirnar. Lítil hönd opnar dyrnar og það syngur glaðlega í lítilli telpu fyrir innan, “Pabbi, pabbi löggan er kominn í heimsókn”.

Á svona stundum gengur eins og allt sé hægt. Þegar maður veit að eitthvað fer úrskeiðis en gerir samt ekkert í því. Ljósið breytist í gult og svo grænt. Bíllinn sigast hægt yfir gatnamótin og bíður eftir að komast yfir til vinstri. Bílarnir þjóta frmahjá vinstramegin við hana og hún beygir sig eftir útvarpinu til að skipta um stöð. Hún þolir ekki lagið. Þess vegna finnur hún bara skellinn þegar hinn bíllinn klessir inn í hliðina á henni. Brotið gler þeytist um allt og sker hana í framan. Bíllinn hennar veltur og kremst ofan á hana, bein og málmur vefjast saman, bíll og mannvera verða eitt. Í smástund finnur hún nístandi sársauka en svo verður allt skýrt.

Húsið er snyrtilega innrétt með antík húsgögnum og brúnn mahagóni liturinn breytist í gulbrúnan þegar sólin skellur á hann. Afrísk ljón og stólar úr sama við prýða gólfið en málverk eftir ýmsa höfunda og málara prýða veggina. Lögreglumaðurinn situr beint á móti eiginmanni konunnar og horfir á gólfið. Hvernig kemur hann orðum að þessu? Hvað getur hann sagt til að lina verkina?

Sírenur á sjúkarbílum og slökkviliði skína um hverfið og lýsa upp umhverfi sem annars enginn myndi taka eftir. Hópur af fólki sem hefur hópast saman utan um árekstur sem orðið hefur. Lögreglubíll rúllar hægt að hópnum og stoppar þvers yfir götuna með sírenuna í ganga. Út stíga tveir lögreglumenn, annar er yngir en hinn, hann er talsvert óreyndari og hefur aldrei séð slíkt slys útfrá augum lögreglumanns. Óreiðan og æsingurinn er þvílíkur að hann stendur í sporum sínum og veit ekki hvað hann á að gera. Horfir víðeygur á stórslys mannsins. Þá slær félagi hans á bakið á honum og bendir honum á að reyna að færa fólkið lengra frá. Þeir eru fyrstu lögreglumennirnir á staðinn, en þó nokkrir bílar enn ókomnir. Þegar hann er búinn að færa múginn með herkjum frá slysstað hleypur hann að félaga sínum sem er önnum kafinn að hjálpa sjúkraliðum að koma manni út úr samsuðu málms sem var einu sinni bíll. Þá heyrir hann rödd úr öðru fleki ekki svo langt frá hinu. Það er á hvolfi og þakið hefur kramist undir þunga bílsins, hver sá sem er þarna inni getur ekki átt mikið eftir. Hann hleypur að bílnum og lítur inn. Þar liggur kona og sætið hennar hefur lent á henni miðri. Það heldur taugunum í líkamanum saman og endorfínið sem heilinn hamast við að búa til linar verkina svo hún er róleg og vel undir stjórn. Útvarpið er ennþá í gangi og hún er að reyna að slökkva á því, hún er að reyna að færa sig til þegar hann grípur í hendina á henni.

“Hvað hefur gerst lögregluþjónn?” spyr faðirinn um leið og hann hellir tei úr katli ofan í bolla. Lögregluþjónninum er augljóslega og náttúrulega mikið niðri, hann horfir beint niður og muldrar eitthvað óskiljanlegt. Maðurinn tjáir honum þá að hann hafi ekki heyrt í honum. Þá tekur lögreglumaðurinn húfuna af sér og lítur upp í augun á honum og segir rólega: “Ég held að þú ættir að setjast niður.”

“Geturðu slökkt í útvarpinu?” spyr konan rólega. Hann hlýðir henni og slekkur í útvarpinu. Hún lítur í kringum sig eins og hún getur og segir honum síðan að ná í veskið sitt sem liggur í aftursætinu í bílnum. Hann þrjóskast við.

-Ég held við ættum að bíða eftir sjúkraliðunum, þá geta þeir sinnt þér.
-Ég á ekki mikið eftir, þegar þeir færa mig dey ég.
-Þú veist það ekki, bíddu bara róleg.
-Hlustaðu á mig, ég er föst undir þessu sæti það er það eina sem heldur taugunum í mænunni saman um leið og þeir færa mig undan því slitna þær og ég dey svo við höfum ekki mikinn tíma. Náðu í veskið mitt og taktu út litlu svörtu bókina sem á að vera í því.
Hann tekur upp bókina, hún segir honum að skrifa allt sem hún segir í hana.


“Hvað er eiginlega á seyði?” Maðurinn er orðinn smeykur og skynjar að eitthvað er að. “Konan þín lenti í slysi”

-Ha? Hvar er hún?
-Hún… náði ekki….
-Á hvaða spítala er hún?
Maðurinn æsist og stendur upp, segðu mér á hvaða spítala hún er.
-Ég held að þú ættir að setjast aftur niður.Hún lést á slysstaðnum. En ekki áður en hún lét mig skrifa ýmslegt niður.

Maðurinn sest aftur niður og grefur andlitið í heöndum sér og hlustar á það sem konan hans hafði sagt honum rétt áður en hún hvarf úr þessum heimi.

“Ég vildi að ég gæti séð hana vaxa úr grasi, en segðu henni að ég verði alltaf með henni. Segðu henni að hún geti allt sem hún vilji, allt sem er henni innan seilingar er hennar. Ég hef lokið dvöl minni í þessum heimi en ég vil ekki að þið hættið að lifa, haltu áfram, náðu þér í aðra konu. Eignastu aðrar stelpur, segðu þeim af mér. Segðu þeim sögurnar okkar, leyfðu mér að lifa í gegnum þig, leyfðu mér að lifa í minningunum okkar. Ekki láta mig bara vera andlit á myndum, alltaf brosandi, alltaf í sólskini, alltaf í bíkiní. Ég ánafna þér – Hljómi Guðjónssyni- allar eigur mínar, veraldlegar og af andlegum toga.” Hljómur grefur andlit sitt enn í höndum sínum, lögreglumaðurinn stoppar í smástund en bætir síðan við um leið og hann leggur bókina á glerborðið á milli þeirra “hún skrifaði undir svo þetta myndir ganga í réttarsal ef pabbi hennar vildi fara í hart.” Hann stendur upp og gengur í áttina að hurðinni í gegnum sólskinið og skuggana. Þegar hann opnar hurðina blindast hann af birtu sólarinnar og af gljáa grassins sem rís upp á móti birtunni. Þegar hann gengur út stiginn frá húsinu setur hann húfuna á sig og lítur upp í sólina, það gljær á eitt tár sem rennur hægt niður vangann áður en hann þerrar það og gengur niður holóttan veginn í átt að framtíðinni.
!shamoa maaphukka!