Þau sátu í sófanum og hrjúfruðu sig upp að hvort öðru. Hann og hún. Hún ný komin úr sturtu þannig að sítt dökkt hárið skildi eftir sig blautan blett á náttkjólnum og hann í gallabuxum og bol. Þau þögðu bæði og störðu á sjónvarpsskjáinn án þess þó að vera að fylgjast með því sem í sjónvarpinu var. Þögnin var þrúgandi og full af ósögðum orðum. Orðum um hann og hana. Orðum um konu sem hann þekkti enn ekki hún. Orðum um svik. Orðum sem aldrei yrðu sögð. Þannig að þessi ósögðu orð voru dæmd til að liggja í loftinu þangað til að loftið yrði ekki lengur til. Hún hlustaði á hjartsláttinn hjá honum og velti því fyrir sér hvað hann væri að hugsa. Hvort að einhversstaðar í sálartetri hans leyndist sektarkennd yfir því sem hann hafði gert henni. Hún hafi ekki sagt honum sjálf að hún vissi hvað hann hafði gert en hún vissi að hann vissi að hún vissi það. Hún þorði ekkert að segja. Hún var hrædd um að hann myndi fara. Skilja hana eina eftir með sjálfri sér og enga hendi til að halda í né hjartslátt til að hlusta á annan en hennar sjálfrar. Þess vegna kaus hún að þegja. Þó svo að hún segði ekki neitt þá flögruðu orðin inni í haunum á henni framm til baka. Upp og niður. Efin, dapurleikin, sjálfsásökunin, reiðin, ofsin og hræðslan höfðu gert sér ból í hjarta hennar og komið sér vel fyrir. Án þess að taka augun af sjónvarpsskjánum rauf hann þrúgandi þögnina og spurði “Ertu fúl?”
Án þess að taka augun af sjónvarpsskjánum svarið hún. “Nei.”