“Nú, svo þú ert ekki alveg á algjöru sýrutrippi Stína mín.” Sagði Kiddi
Stína beygði sig niður til að líta á mig. Um leið og andlit hennar nam við rimlana breiddist yfir hana þetta rosalega glott, Líkt og hún væri að fá allar sínar óskir uppfylltar. Hennar draumur var að rætast, henni hafði tekist að sanna það fyrir manninum sínum að mýs gætu talað og það væri mér að kenna. Hún reisti sig upp í fulla hæð, sneri sér við og labbaði að Kidda. Virtist vera sem hún væri í sigurvímu. Hún gekk í burtu og stefndi í átt að svefnherberginu. Opnaði hurðina og labbaði inn, en skildi þó eftir opið. Líkt og hún biði eftir því að Kiddi kæmi inn. Þótt ég væri ekki alveg að skilja eftir hverju hún væri að bíða. Stuttu seinna stóð Kiddi upp, hann labbaði að búrinu mínu og sagði með sinni djúpu og hrumu rödd.
“Þú átt eftir að skaffa mér fullt af peningum”. Mér leist nú ekki mjög vel á blikuna. Hann sneri við og labbaði í átt að opnu herbergis hurðinni. Fór inn og lokaði á eftir sér. Nú var ég hér einn eftir í þessum stóra og einmanna sal. Fannst eins og ég ætti aldrei eftir að sjá dagsins ljós aftur. Tíminn var eins og samanþjappaður í box, virtist ekkert hreyfast. Hann bara leið þarna líkt og dauður köttur. Mér var farið að leiðast svo mikið að ég hefði ekki haft neitt á móti því að hitta myglaða karlinn aftur. Það var þó einhver hasar. Eins og er hefði ég ekkert haft á móti smá drykk, þótt ekki væri nema skítugt vatn. Eða kodda, eða sæng, eða bara eitthvað sem hægt væri að nota í þessum litla og þrönga kassa. Ég reyndi að leggjast niður og hvíla mig. Það var eins og að reyna að sofa á sandpappír. Eitthvað furðulegt var á seiði, mér fannst eins og báturinn væri kominn á hreyfingu. Já, eitthvað var það. Hann hreyfðist, líkt og hann væri á vatni. Úff, tilhugsunin um vatn var alveg yfirþyrmandi. Togstreitan magnaðist því að sjálfur hata ég vatn en samt langaði mig í eitthvað að drekka. Og varla myndi ég fá einhverja stað góða máltíð líkt og frá Mömmu. Það vara bara eitthvað sem sannfærði mig. Það var alveg öruggt að báturinn hreyfðist, hann vaggaði sem aldrei fyrr. Skildi einhver vera við stýrið eða hafði hann bara losnað frá bakka. Skyndilega var hurðinni hrundið upp og inn steig alskeggi vaxinn maður með eitthvert prik í hendinni. Slíkt hafði ég bara aldrei séð áður. Líktist málmi, það var eins og hann byggist við félagsskap. En varla gat hann verið góður, því að mikil óhamingja færðist yfir mig. Að slíka tilfinningu hafði ég bara aldrei fundið áður. Það var sem ég væri komin í hugarheim vesælustu veru í heimi. Hún var bara eitthvað svo fráhrindandi. Mig langaði bara að vera komin í rúmið heima hjá Mömmu. Maðurinn tók eitt skref í einu, labbaði hægt, líkt og hann byggist við að eitthvað stykki á hann hvað úr hverju. En áfram gekk hann ekki skeitti hann neinu hvað varðaði mig.Hann virtist ekki taka eftir mér. Og áfram gekk hann og var nú komin alveg yfir salinn og hendi hans snerti hurðarhúninn. Hann ýtti honum niður og opnaði hurðina hægt og rólega og leið og hann var komin með hana alveg upp á gátt heyrðust þessi svakalegu hljóð. Ein skelfilegustu hljóð sem ég hef nokkurn tíman heyrt. Herbergið fylltist af reyk og bergmáli og vissi ég ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. En ég tók eftir því að lítið gat hafði myndast á lásinn. Og taldi ég líklegast að guð hefði viljað mig lausan. Ég bifaðist á lásnum í um það bil 10 mín. einungis að spá í því að komast út úr þessu fjárans búri. Það var sem illur andi byggi í því sem vildi halda mér loftlausum.