Jónas er þreyttur í dag, eftir að hafa fært eitthvað um tonn af húsgögnum og öðru rusli fyrir Frk. Guðjónu þá hættir hann!

Jónas er búinn að vinna hjá henni síðast liðin 3 ár, við hitt og þetta, t.d. að færa til húsgögn eða fara í sendiferðir. Hann fær mjög lítið fyir það og þegar ég segi lítið þá meina ég lítið.

Eitt sinn hafði hann unnið frá 8 um morguninn til 7 um kvöldið næstum því stanslaust (fékk hálftíma hlé í hádeginu til að keyra Frk. Guðjónu í bæinn og heim aftur reyndar gaf hún honum Kók en hann drekkur ekki kók svo hann henti því ) við það að leggja parket í nýju viðbygginguna á húsinu hennar.
Ímyndaðu þér setur, risa stórt gullfallegt sveitasetur! Margfaldaðu núna stærð ímyndaða húss þíns með 3, svo stórt er húsið hennar, ímyndaðu þér núna starfsliðið, leyfðu mér að giska: fullt af litlum spænskum brosandi hreingerningakonum í hverju herbergi, alls kyns þjónar,brytar og vinnukonur að störfum í eldhúsinu og garðurinn risavaxni væri morandi í vikapiltum! Nei alls ekki reynum þetta Jónas, Karl og Sigríður! Karl í garðinum, Sigríður í eldhúsinu og allskyns þrifnaður og Jónas alls staðar þar sem vantaði!
Nýja viðbyggingin var svo stór að það mátti fela fílahjörð á fyrstu hæðinni! Þannig að nú ættir þú að vera búin/nn að draga 2. ályktanir
1. Jónas var mjög þreyttur.
2. Frk. Guðjóna er nískari en Jóakim aðalönd

En Jónas var góður maður og vildi ekki skilja Frk. Guðjónu eina með hinum krökkunum (Karl og Sigríður), hann vissi að hún myndi ekki ráða neinn í staðin né hækka launin þeirra! Svo hann hélt sér þarna í marga mánuði, en nú var hann búinn að fá nóg! Hann gengur upp stóran, dökkan viðarstiga með þykku, rauðu teppi í honum miðjum, þegar hann er komin upp á 3. hæð ætlar hann að herbergi Frk. Guðjónu sem er stærsta herbergið í húsinu ( stærra en samkomusalurinn ), þar er hún mest allan daginn því hún vinnur ekki lengur, bara sendir einhver asnaleg faxbréf úr skrifstofunni sinni og lætur Jónas skutla sér í bæinn við og við! En hann heyrir að einhver er að stússa eitthvað í gestaherberginu, sem er oft notað um helgar því barnabörnin hennar koma oft í heimsókn, reyndar aðalega vegna þess að þau fá alltaf eitthvað og foreldrar þeirra eru enn verri en Frk. Guðjóna.

Hann bankar léttlega því hann vill ekki að það sé opnað fyrir honum, han vill opna sjálfur því þá sér Frk. Guðjóna að honum sé alvara. Um leið og hann opnar dyrnar sér hann að Þóra, yngsta barnabarn hennar situr þar með lítinn eldhúshníf í hendi, lítill, beittur og blóðugur.
Þóra stendur hægt upp og horfir á herbergið eins og hún sé að leggja hvert smáatriði á minnið lítur síðast á Jónas en það er eins og hún sjái hann ekki heldur horfir hún í gegnum hann, hann lítur bakvið sig og sér hurðina skellast lítur svo aftur á Þóru en sér hana ekki allt í einu stendur hún í gluggakistunni með opinn gluggann og stekkur út! Jónas hugsar ekki rökrétt akkúrat núna enda var 4 ára telpa að hoppa út um gluggann, hann hleypur í átt að glugganum hrasar næstum um stól og í þessum asa sínum lítur hann framhjá einhverju liggjandi á gólfinu, einhverju sem ætti ekki að vera þarna! Hann horfir beint niður en það er enginn þar! Enginn 4. ára krakki! Ekkert nema hellulögð innkeyrsla og garðhlið! Þegar Jónas var að fara frá glugganum sér hann að garðhliðið var að lokast “ hvernig gat barnið ekki séð mig, stokkið út frá 3. hæð en samt geta gengið” hugsaði Jónas og þreyfaði eftir stólnum er hann fylgdist með garðhliðinu lokast!

Hann settist og lét ekki neitt trufla sig, núna var adrenalín að þjóta gegnum heilann hans á methraða ásamt allskyns órökréttum hugsunum, hann er orðinn enn þreyttari núna en finnur þörfina til að standa upp, hann lyftir annarri hendinni og grípur í efri kojuna til að toga sig upp, þegar hann hefur fundið kraft til að standa upp grípur hann ógnarskelfing, þar á gólfinu liggja Karl og Sigríður í blóði sínu. Jónas missir allann mátt og lykkjast niður á gólf í hræðslukasti, þegar hann ætlar að þreyfa eftir púls á öðruhvoru þeirra hvíslar rödd í eyrað hans
- ég myndi ekki gera þetta ef ég væri þú, það skiptir hvort eð er engu máli þau eru bæði dáin. Þessi rödd var kunnugleg, óhuggnanleg en sannfærandi, Jónas missir hendina í gólfið og reynir að sjá hver á þessa rödd!
-hver er þetta? segir Jónas óstöðugri röddu
-þetta er ég! segir röddin hægt og hvíslandi
-hver? segir Jónas
-Frk. Guðjóna, en þú mátt ekki segja neinum þannig að ég verð að gera það sama við þig og þau tvö!
Hún kemur nær honum svo hann sér hana loks, hún er alveg eins og venjulega bara með illkvitnislega vítisloga brennandi í augunum, hún réttir hendina frá sér og bendir á Karl & Sigríði alblóðug á gólfinu.
Jónas hugsar um leið og hún segir þetta “ ég er ungur heilbrigður maður en hún er bara einmana gömul kona, við hvað ertu eiginlega hræddur, flýðu bara”. Hann leitast við að nýta síðustu dropa orkunnar sem silaðist milli útlima hans, Jónas stendur á fætur eins hratt og hann getur og sér hve undrandi Frk. Guðjóna er og veltir því aðeins fyrir sér en reynir að láta ekki hugsanir sínar tefja sig!
-“En, en… ég.. þú… þú drakkst ekki gosið, þú þú…” en Frk. Guðjóna gat ekki klárað setninguna því Jónas rauk framhjá henni!

Um leið og hann er kominn fram sér hann að einhver er að rusla til í sefnherberginu, það hljómar eins og tveir fullvaxnir menn að brjóta allt og bramla í leit að einhverju sérstöku. En Jónas hefur enga löngun til að komast að því hvað það er. Hann hleypur niður stigann eins hratt og fæturnir vilja leifa honum, hann hleypur í átt að frelsinu. Nú er hann kominn á neðstu hæðina, ekkert getur stoðvað hann í því að hlaupa út um galopnar sveitaseturs dyrnar.
Hann er kominn út í innkeyrsluna og ætlar að hlaupa inn í þorpið og hringja á lögregluna, þegar hann er að koma að hliðinu heyrir hann að hljóðið frá svefnherberginu er þagnað en reiðileg rödd ískrar um allt umhverfið, Jónas attar sig á því að hver svo sem það er sem á þessa skerandi rödd vill ekki að hann komist inn í þorpið, hann verður að fela sig í skóginum, Jónas tekur á rás í átt að skóginum, þar getur hann falið sig og farið til þorpsins óséður!
Have a nice day