Ég sit hér og stari fram fyrir mig á sjónvarpið og í raun sé ég ekkert, Það er svo sem slökkt á sjónvarpinu og ég stari á það án þess að sjá það. Ég er ekki viss hvort ég sé að hugsa eða að leyfa huga mínum að reika. Ég er ekki meðvituð um það sem er að gerast í kringum mig, ég er bara þarna.
Ég held að ég sé að hugsa um “hvað ég vil”…
Góð spurning… hvað vil ég.
Það er eins og ég standi inni í stórum sal. Þar eru óteljandi hurðir, hver annari meira freistandi. Engin þeirra kallar á mig að koma til sín, þær brosa bara og bíða eftir mér. Ég gefst upp og sest niður. Ég veit að á bakvið hverja af þessum hurðum bíður mín framtíð, en hvaða framtíð er mín. Skyndilega sit ég fyrir framan ákvarðanir sem ég hélt að ég hefði svörin við. Hvað vil ég læra, hvað vil ég fá út úr lífinu og framtíðinni, hvernig er hinn fullkomni maki, hvar sit ég í röð snillinga eða hálfvita og síðast en ekki síst, hver er ég, hver vil ég vera. Þessar spurningar blikkuðu í huga mínum og suðið sem fylgdi var að æra mig svo ég stóð upp fékk mér mjólkursopa, sest síðan niður fyrir framan tölfuna og fer á netið, á hugi.is og skoða í gegnum nokkrar greinar, svara einni og einni. Á meðan í undirmeðvitundinni sendur ein hurð opin og á henni stendur “The easy way out”, fyrir innan hurðina stendur skírum stöfum “Fáfræði er viss sæla”.
G