Hún tók byssuna upp úr töskunni og lagði hana frá sér á borðið, hún starði á kalda hlutinn fyrir framan sig, það hafði ekki verið erfitt að redda sér þessum hlut eyðileggingarinnar. Að hugsa sér að þetta hafi verið búið til bara til að valda eyðileggingu og hvert skot í byssunni var orðið að örlagavaldi fyrir mannkynið. Allt sem yrði í vegi þessa örlagavalds, fengi endalegt ör og óendanlegar breytingar.
Hún setti skotin í byssuna og fór yfir plottið enn einu sinni,
það mátti ekkert fara úrskeiðis, hann er uppi á háalofti og ætti að vera að vinna, hann hafði ekki unnið lengi og kenndi henni um, sagði að hún héldi aftur af honum og sköpunargáfu hans. Hann fengi aldrei að lemja hana aftur og hún fengi alla peningana, ekki slæmt.
Fyrsta skrefið væri að skjóta hann, næst ná í sögina í kjallaranum og brytja hann niður, búa til hakk og pylsur og gefa svo rónunum úti á götu. Ógeðslegt en þess virði fyrir alla þessa peninga og losna undan endalausri drykkju og barsmíðum. Hann átti það skilið, svo innilega skilið.
Hún setti hljóðdeyfinn á og labbaði upp á háaloft. Undarlegt, hún heyrði að hann var að vinna í fyrsta skiptið í langan tíma, en það myndi samt ekki breyta neinu. Hún opnaði hurðina og gekk inn á gólfið. Hún miðaði byssunni á mann sinn þar sem hann stóð með bakið í hana. Hún sá að hann stóð fyrir framan sköpun sína sem hann hafði verið að ljúka við og sneri sér hægt við með undrunarsvip á andlitinu, hún brosti út í annað er hann horfði á byssuhlaupið, og þarna voru örlög hans ráðin.
G