Fjórði partur sögunnar (þar finniði hina þrjá).


“Hvað meinarðu?” spurði Jóhann og var næstum því farinn að hlæja. “Það sem ég var að segja, hér hefur enginn komið síðan fyrir um það bil þremur vikum.”
“Blessaður, hættu þessu bulli,” sagði Jóhann og sló kokkinn létt í öxlina. Kokkurinn virtist alls ekki vera sáttur við þetta og sló Jóhann af öllu afli til baka í andlitið. Jóhann bjóst ekki við högginu og datt aftur fyrir sig niður tröppurnar. Hann settist upp og greip um nefið. Hendurnar voru alblóðugar. “Hvað í andskotanum?! Af hverju gerðirðu þetta?”
“Farðu, þú átt ekki að vera hér.”
“Hvað ertu að meina, maður?” sagði Jóhann reiðilega og reis snöggt upp á fæturnar. “Farðu núna eða þú munt hafa verra af!” Jóhann, sem var orðinn vel reiður, þaut að kokkinum og sagði: “Ég læta ekkert bjóða mér upp á þetta,” og reyndi að troða sér inn. Kokkurinn andvarpaði og stakk Jóhann í síðuna með 20cm löngum hníf í síðuna. Jóhann greip um sárið með vinstri hendinni og um öxlina á kokkinum með þeirri hægri. Hann stundi upp úr sér: “Hva…af hverju?” Svo féll hann niður á jörðina.

Kálfinn var ekki lengi að þynnast út í þunnt mauk í hrærivélinni. Þjónninn tók lokið af og hellt maukinu í stórt glas. Hann þefaði af því. “Yndislegt,” sagði hann og sveif um í gleðivímu. Hann blandaði smá súkkulaðisósu við kálfann og hrærði aðeins í blöndunni með teskeið. Þetta var hin klassíski eftirréttur á The Licabanns. Hann rölti fram léttur í bragði. “Hérna, litli minn,” sagði hann og rétti Nonna glasið. “Hvað er þetta?” spurði Nonni forvitinn. “Þetta heitir Náinn Eftirréttur,” sagði þjónninn og glotti óþægilega breitt að mati Nonna. Hann stakk skeiðinni á kaf ofan í eftirréttinn og stakk því svo upp í sig. Hann lét maukið bráðna í munninum áður en hann kyngdi því. “Vá, hvað þetta er gott,” sagði Nonni skælbrosandi. “Já, við höfum lengi verið þekktir fyrir einstaklega góða eftirrétti.”
“Trúi því,” svaraði Nonni og sleikti út um.

Kokkurinn dröslaði Jóhanni inni og henti honum upp á stórt stálborð sem var bakvið mæðgurnar svo þær heyrðu bara en sáu ekki hvað var að gerast. Hann skellti svörtu, þykku límbandi yfir munninn á honum. Jóhanni var að blæða illilega út svo kokkurinn reif hann úr bolnum og tók upp stórt logsuðutæki undan borðinu. “Ég verð að gera þetta.” Hann kveikti á því og lagði að stóru sárinu á síðu Jóhanns. Húðin byrjaði að dökkna og varð að lokum alveg svört. Taugaendar bráðnuðu og húðin byrjaði að sjóða aftur saman. Jóhann rankaði aðeins við sér og fann gífurlegan sársauka í hægri síðunni. Hann leit á kokkinn sem hélt á logsuðutækinu og var að bræða sárið saman. Hann reyndi að öskra en límbandið hindraði hann í því. Hann lagði höfuðið aftur, sárþjáður.

“Hvað er eiginlega í þessu? Þetta er alveg rosalega gott,” sagði Nonni við þjóninn. “Ertu viss um að þú viljir vita það?” spurði þjónninn, Nonna. “Já, já, þá get ég kannski gert svona heima!”
“Ég skal segja þér hvað er í þessu. Það sem þú ert að borða er fóturinn á systur þinni.” Nonni horfði á hann með óvissu, eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að segja eða gera. “Hægri kálfi til að vera nákvæmur,” sagði hann og blikkaði Nonna. Núna sleppti Nonni glasinu sem lenti á gólfinu og brotnaði í marga mola og Náni Eftirrétturinn sullaðist út um allt, upp á skúffur og á buxur þjónsins. Nonni var byrjaður að kjökra. “Svona, svona, þér fannst hún góð er það ekki?” spurði þjónninn með ógeðslegri röddu. “AAAA!” öskraði Nonni og byrjaði að hágráta. Hann stökk niður af borðinu og fór fram í gegnum stóru hvítu hurðina. Hann ætlaði til pabba síns. Hann hljóp fram í herbergið þar sem þau borðuðu áðan, það var enginn þar. Á borðinu stóðu tvö rauðvínsglös, ennþá full og fjögur önnur glös og diskar. Nonni hljóp fram á ganginn. Langur blóðpollur var á ganginum frá útidyrahurðinni og leiddi að annari hurð lengra inn eftir ganginum. Nonni hljóp að útidyrahurðinni og reyndi að opna hana, ekki hægt, hún var harðlæst. Hann snéri sér við og ætlaði að hlaupa eitthvert annað, hvert sem er, en um leið og hann snéri sér við hljóp hann beint í fasið á þjóninum sem tók honum opnum örmum og sagði: Þú ætlaðir ekki að fara neitt, var það nokkuð?”