Jæja nú hafa kennarar samþykkt verkfallsboðun einu sinni enn !!
Ég get ekki haft mikla samúð með þeim í þetta skiptið. Ég veit ekki betur en þessi stétt hafi fengið tölvuverða kjarabót umfram aðra í síðustu kjarasamningum. En það var svosum auðvitað að það væri ekki nóg. Mikill vill meira.

Á heimasíðu þeirra segir að tryggja þurfi í kjarasamningi lækkun kennsluskyldu frá því sem nú er. Mikilvægt sé að auka svigrúm kjarasamningsins enn frekar til sveigjanlegrar kennsluskyldu. Ekki á að vera lágmark á kennsluskyldu en nauðsynlegt er að hafa áfram hámark. HA ? Ekki á að vera lágmark kennsluskyldu en nauðsynlegt að hafa hámark ??? Ha ha ha. Þeim getur ekki verið alvara. Þetta er nú bara eins og lítil börn í sandkassa. Hvernig á maður að taka þetta alvarlega ?