Ég er með besta myndlistakennara EVER núna!!! ÞEtta er hugmyndaáfangi og kennarinn(kona) er svo næmur á mann að hún sér ef maður fjarlægist verkið=að verkið er ekki alveg það sem hentar manni og maður nýtur sín ekki að vinna við=maður er staðnaður=stopp í því sem maður er að framkvæma. Það var komin mikil stöðnun hjá mér því ég kveið fyrir því að vinna þetta flókna verk sem ég kom mér útí… svo hún lætur mig kasta því öllu og byrja að hugsa eitthvað annað alveg uppá nýtt. Þetta er svo þroskandi að taka svona áhættur og ég mæli með áhættum á ÖLLUM sviðum, ekki bara í listum :) þetta gerir mann svo skapandi og bætir sjálfstraust ;)