Þetta er ritgerð sem ég skrifaði um áhrif kvenna á Gíslasögu, staða konunnar í þjóðfélaginu og hlutverk hennar í því. Hvað finnst ykkur!
Konur í Gíslasögu
Áhrif kvenna á Gíslasögu
Konur leika nokkuð stór hlutverk í Gíslasögu þó svo að þær séu ekki í aðalhlutverki. Til dæmis má það nefna að Vésteinn var mjög líklega drepinn vegna þess að Auður fékk það upp úr Ásgerði konu Þorkels, að hún myndi frekar vilja sauma peysu á Véstein heldur en Þrorkel, sem var nokkurs konar ástarjátning. En það vildi svo óheppilega til að Þorkell var að hlera það sem þær sögðu, og ergði það Þorkel nokkuð.
Einnig má það nefna að Gísli var gerður útlægur vegna þess að Þórdís systir hans heyrði vísu er hann hvað og réð úr henni viðurkenningu Gísla á að hafa drepið Þorgrím, fyrrverandi mann hennar. Eftir það giftist hún Berki bróður Þorgríms og herti að honum að hefna Þorgríms.
Svo er það auðvitað Auður kona Gísla, hún hefur sennilega stærsta kvennhlutverkið. Sem dæmi má það nefna þegar hún lamdi Eyjólf gráa með öllu silfrinu sem að hann sagðist gefa henni fyrir að segja til Gísla, og sagði hún með því að þetta hefði hann fengið fyrir að vera svo trúgjarn að halda að hún myndi segja hvar Gísli væri. En það besta sem Auður gerði fyrirGísla var einmitt hversu trú hún var honum.
Nú fleiri konur höfðu einning áhrif á Gíslasögu Súrssonar t.d. Álfdís sem var kona Refs nokkurs sem að faldi Gísla þegar Börkur með hópi manna elti hann uppi. Gísli var þá faldur í hálminum í rúmi Álfdísar og þegar menn Barkar vildu leita undir henni ásakaði hún þá um að vilja káfa á sér og að þetta væri mjög lúalegt að ryðjast inn á fólkið svona seint og annað í þeim dúr. Og svo er það hún Guðríður, það var hún sem að fór yfir til Sæbóls og sá þar að menn sátu vopnum búnir.
Staða kvenna í Þjóðfélaginu
Kvennmenn á þessum tíma réðu mjög fáar hverjum þær giftust, yfirleitt voru það feður þeirra sem réðu því hver það var, en ef að þeir voru dauðir voru það bræður þeirra sem að völdu þann rétta. Það á við um Þórdísi, það voru bræður hennar sem að völdu Þorgrím sem mann hennar því að hann þótti góður kostur fyrir þá bræður Gísla og Þorkel þar sem að hann var goði en Þórdís var að engu spurð.
En þó að konurnar fengu svona litlu ráðið um það hverjum þær giftust, þá gátu þær auðveldlega skilið við manninn með því að segja að hann væri lélegur í rúminu eða einfaldlega saumað handa honum kvennapeysu eins og Guðrún Ósvífursdóttir(úr Laxdælu).
Konur gátu ekki gert það sem þær vildu, til dæmis máttu þær ekki ganga um með sverð og kljúfa mann og annann í tvennt, nei, þær áttu að þrífa föt, búa til föt, elda mat, og annað þannig sem voru talin kvennastörf.
Það er því kannski hægt að segja að staða konunnar hafi ekki verið svo slæm, það að hún gat sagt skilið við manninn fyrir að vera lélegur í rúminu og að hann klæddist kvennmannsfötum, en í dag gæti kona ekki skilið við mann sinn fyrir það að vera lélegur í rúminu eða af því að hann klæðir sig í föt fyrir konur. En það að geta ekki ákveðið hverjum þær vilja giftast er kannski ekki nógu gott fyrir þær.
Hlutverk kvenna í þjóðfélaginu
Hlutverk kvenna í þjóðflélaginu var að sinna mönnum sínum og gera þau störf sem kvennastörf eru nefnd, svo sem að þrífa húsin, þvo þvottinn, elda mat, og svo að ala upp börnin. Hlutverk þeirra var ekki nógu vel metið til dæmis tóku mennirnir ekki upp á því að sjá um börnin ef konan vildi slappa af, nei það var bara fyrir konurnar að passa börnin.