Langar þig að læra Multimedia Design, í dankmörku á ensku?

Ég er að fara að byrja í því námi og vildi deila því með ykkur.

Það eru þrír staðir hér í Danmörku sem hægt er að læra Multimedia Design, í Kolding, Arhus og Odense.
Ég valdi Odense þar sem þeir hafa kennt þetta nám áður á ensku og hafa þá betrum bætt það sem ekki gekk í fyrstu umferð… minna vesen fyrir mig.
Þetta nám er lánshæft frá Lín, tekur 2 ár og er fjórþætt…
forritun, hönnun, samskipti og viðskipti (Communication,
Graphic Design & Concept Development, Programming, Business)

Odense er þriðji stærsti bærinn í DK og er á Fyn, ekki eins dýrt að búa þar og í Arhus og er ekki eins lítill og Kolding. (ég er ekki viss hvort maður getur lært Multimedia Design á ensku í Kolding). Þetta nám er kennt í Tietgen Skolen í samstarfi við Odense Tekniske Skole.
Annars er her síða skólans og hægt er að lesa sér til á ensku http://www.tietgen.dk.

Svona ef áhugi er fyrir hendi þá er hér linkur til að sækja um á kollegie (námsmanna íbúðir og herbergi) www.riu-fyn.dk
og ef einhverjar spurningar um námið þá endilega hafa samband við þessa konu:
Ida Borch
e-mail: IDA@ots.dk
Það er óhætt að skrifa á ensku eða dönsku.


Ef þið hafið áhuga endilega hafið samband og ég mun aðstoða sem mögulegt er fyrir mig, ég get einnig sent ykkur í e-maili umsóknarblöðin ef þið óskið eftir því.
Ég vona að þetta hafi komið að einhverju gagni fyrir þá sem hafa áhuga.
G