Það er nokkuð ljóst hvernig GB fer þetta árið, sem sagt alveg eins og áður, miðað við frammistöðuna á föstudaginn þá er ekki séns að MR tapi, þó hinir séu góðir í hraðaspurningunum þá eru þeir svo lélegir í vísbendingaspurningunum og líka bjölluspurningunum að þeir eiga ekki séns.

En annað vakti athygli mína á föstudaginn og það styður hugmynd sem ég hef um hvernig mæti gera keppnina meira spennandi. Í keppninni sem Ármann keppti í 1990 þá voru hraðaspurningarnar ekki nærri því jafn hraðar og þær eru núna, samt þá er jafn langur gefinn í þær. Væri ekki meira spennandi að minnka hraðaspurningarnar niður í eina mínútu, þá myndi enginn keppni vera ráðin á fyrstu 10 mínútunum. Einnig myndi það gefa meiri tíma í vísbendinga og bjölluspurningar sem að mínu mati eru mun skemmtilegri fyrir áhorfendur heima og reyna líka meira á gáfur heldur en æfingu.

Hvað finnst ykkur?
<A href="