Svona standa málin: ég er í ömurlegum menntaskóla,og hef verið hér í 2 ár. Ég finn mig ekki með neinum hér,og hata nánast allt við þennan skóla. það er táfýlulykt alls staðar.
Ég fór í heimsókn með vini mínum í MH um daginn,og um leið hugsaði ég: ég er komin heim. Það var yndislegt andrúmsloftið þar. Ég hitti nokkra vini vinar míns og þau tóku strax ástfóstri við mér. Þetta er skólinn sem var mér ætlaður.
Eina vandamálið er: Foreldrarnir.
Mamma og pabbi eru mjög í íhaldssöm. Þau segja að mig skorti aga í að fara í áfangakerfi,vegna þess að ég er að flosna upp úr mætingu í bekkjarkerfi. Raunverulega ástæðan er sú að bekkurinn minn er fullur af svokölluðum “airheads” sem taka námið ekki alvarlega,svo ég get ekkert einbeitt mér. Alla vikuna þarf ég að heyra af skóútsölum, nýjustu Diesel-buxunum og hvað það hafi verið geggjað gaman á felix,nellys eða glaumbar um helgina.
Þess vegna get ég eki mætt,mér líður einfaldlega illa í tíma.
Hvað get ég sagt til að sannfæra foreldra mína um að MH sé í raun og veru fyrir mig?
ég hef ákveðið að einbeita mér betur í skólanum og mæta betur,svo ég fái góðar einkunnir og komist inn í MH.
Allt sem hér stendur hef ég reynt á mömmu og pabba. HJÁLP!