Ég hef oft pælt í því hvort að aðgreining kynja gæti aukið námshæfileika bæði stráka og stúlkna. Hugmyndinn fannst mér í fyrstu afleit sökum þess að krakkar mindu missa svo mikið af félagslega þættinum. En svo fór ég að spá mindi það borga sig að fórna honum eða gæti þetta virkað án þess að missa félagslegaþáttinn ?

Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir miklar pælingar að tvímælalaust mindi strákum og stelpum ganga betur í aðgreindum skóla/bekkjum. Vegna þess að fyrir mig sem strák geta stelpur verið töluvert truflaðir, bæði haga þeir sér allt öðruvísi og bæði kyninn heimta athygli frá hvort öðru. En auðvita eru stelpur frábærar og ekki hefði ég geta ímyndað mér grunnskólan án þeirra. Þessvegna held ég að þeim ætti að skipta upp í stelpu og stráka bekki, þá er ég að tala um grunnskóla, en á móti ætti að auka félagsstarfið til muna til þess að halda áfram í samband milli stelpna og stráka. En án efa þá er félagsstarf sumra grunnskóla glatað, það þarf að betrum bæta nokkra skóla svo ég viti mjög mikið.

Ég er nú kominn úr grunnskólanum og tel að þetta kerfi ( þessi grunnhugmynd ), sé nokkuð betri en það gamla, því ég er alveg viss um að það mindi minka brottfall síðar í framhaldsskóla og halda fleirum á braut til framhaldsnáms.

En þetta á eingöngu við um grunnskóla, í framhaldsskóla ætti síðan að vera blandað bæði strákar og stelpur, þá eru bæði kyninn þroskaðari og ég held að það sé óhætt að setja þau saman í bekki í framhaldsskóla. Ég sé alveg greinilega þroskamun á 1. bekking í framhaldsskóla og grunnskóla, það fylgir því skrefi bara að fara í framhaldsskóla að þroskast og bæta aga sinn.

Endilega ef þið eruð með skoðanir á þessu látið í ykkur heyra og veltið aðeins fyrir ykkur, hvort sé betra uppá framtíðina.

Kveðja, damphi