Þessi útileg abyrjaði ósköp vel. Við löbbuðum up í Fálkafell sem er skáli rétt fyrir ofan Akureyri. Pabbi eins okkar vinnur í kók og kom með kippurnar af Coca-cola með í þessa útilegu. Við komum okkur fyrir í skálanum og byrjuðum að drekka Mountain Dew sem við keyptum á ódýru verði í Bónus áður en við fórum. Síðan byrjaði Laugardagurinn. Kamarinn þarna er örugglega sá versti sem um getur í manna minnum.
Vinur minn ætlaði að fara að leysa af sér en ældi hann ekki út af lyktinni þarna inni. Svo voru krakkkr að reykja og drekka þarna inni þannig að þetta var eins og laugardagskvöld að sumri til. Við fórum í HIKE eða gönguferð. Það var líklega það eina sem við gerðum á dagskránni okkar. Grilluðum pylsur og sykurpúða. Það var gott. Ég er bara að byrja hérna á Huga þannig að ég skrifa kannski eitthvað skringilega eða skrítið en þetta verður samt að duga. Þakka ykkur fyrir að hafa lesið þetta.
“Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir”