Unglingameistaramót Íslands Unglingameistaramót Íslands fór fram helgina 19- 20. nóvember á Akureyri. Ég ætla hér að segja lítillega frá því.

Tja.. þetta er kannski líka ferðasagan, ég ætla allavega að segja frá í fyrstu persónu til að gera þessa grein ólíka öðrum sem að berast á þetta áhugamál og gefa þeim sem að keppa lítið sem ekkert á skákmótum innsýn í ferðalög sem að fylgja þessari skemmtilegu íþrótt.

Allavega fór ég á þetta mót ásamt fleiri krökkum úr UMSB, þeim Jóhanni, Auði og Fjölni. Litla systir þeirra Jóhanns og Auðar fylgdi með sem lukkudýr; hún Eyrún Margrét. Ferðin á Akureyri gekk nokkuð áfallalaust fyrir sig hjá okkur, gaman á leiðinni; má þar nefna rifrildi um geislaspilara, vonda lykt úr óæðri hluta hjá strákunum í ferðinni, ásamt bröndurum og umræðu um skák.

Við höfðum leigt íbúð hjá starfsmannafélagi ESSO og eftir rifrildi um herbergi (þar sem stelpurnar unnu og fengu betra herbergið) fórum við að stúdera. Að lokum eftir að hafa stúderað franska vörn, sikileyjavörn og e-ð til viðbótar fórum við að sofa því að keppni var næsta dag.

Keppnin hóft klukkan 14:00 á laugardeginum og voru 4 umferðir, reiknað með að hver tæki ca. klst.

Lukkudýrið Eyrún virkaði greinilega vel því að eftir fyrri daginn var bróðir hennar Jóhann með 3.5 v af 4 í 3. sæti en Dagur Arngrímsson leiddi mótið ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni.

Hjörvar var þá efstur í drengjaflokki en Hallgerður og Tinna Kristín í stúlknaflokki.

Efstu menn eftir fyrri daginn:
1- 2.
Dagur Arngrímsson og
Hjörvar Steinn Grétarsson 4 v. af 4.
3. Jóhann Óli Eiðsson 3,5
4. - 11.
Hallgerður H. Þorsteinsdóttir 3 v.
Tinna Kristín Finnbogadóttir
Atli Freyr Kristjánsson
Ágúst Bragi Björnsson
Ólafur Evert Úlfsson
Vilhjálmur Pálmason
Guðni Fannar Kristjánsson
Matthías Pétursson.

Eftir erfiðleika dagsins fóru margir keppendur út að borða eða að gera aðra slakandi hluti. Keppendur úr UMSB hættu aftur á móti lífi sínu með því að fara á bráðskemmtilegt leikrit og áttu hættu á að kafna úr hlátri. Við vorum samt öll til frásagna færandi þegar mótið byrjaði aftur daginn eftir.

Strax í 5. umferð kepptu Dagur og Hjörvar saman en Dagur bar þar sigur úr bítum og var þar með einn efstur.
Í stúlknaflokki tók Jóhanna Björg forystuna í 6. umferð.

Staðan hélst nokkurnvegin eins það sem eftir var dags en Dagur tryggði sér sigurinn í síðustu umferð með því að gera jafntefli við Vilhjálm Pálmason sem að með því varð jafnhár á vinningum og Hjörvar. Jóhanna Björg vann líka Ólaf Evert skemmtilega í endann en eftir því sem að ég heyrði (fylgdist ekki með skákinni) var hún verið heppin með sigur í stað jafnteflis.
Flestum að óvörum varð hún jöfn Hjörvari og Vilhjámi við þetta og helgina eftir var einvígi á milli þeirra um hver hefði unnið flokkin 15 ára og yngri. Þar vann Hjörvar allar skákir sínar, Vihjálmur vann Jóhönnu í og Jóhanna endaði í 3. sæti. Það athyglisverða var samt að þetta er í fyrsta sinn sem að stelpa teflir uppá þennan titil.

Heildarstaðan
1. Dagur Arngrímsson 6,5 af 7.
2. Hjörvar Steinn Grétarsson 5,5 26 stig
3. Vilhjálmur Pálmason 5,5 25,5
4. Ágúst Bragi Björnsson 5,5
5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 5,5 20,5
6. Svanberg Pálsson 5 24.0
7. Daði Ómarsson 5 23.0
8. Hallgerður Þorsteinsdóttir 4,5 23
9. Jóhann Óli Eiðsson 4,5 21,5
10. Ólafur Evert Úlfsson 4
11. Atli Freyr Kristjánsson 4
12. Tinna Kristín Finnbogad. 4
13. Guðni Fannar Kristjánss. 4
14. Matthías Pétursson 4
15. Ólafur Ólafsson 4
16. Valur Borgar Gunnarsson 4
17. Mikael L Gunnlaugsson 4
18. Geirþrúður A.Guðmundsd. 3,5
19. Stefanía B Stefánsdóttir 3,5
20. Alexander Arnar Þórisson 3,5
21. Fjölnir Jónsson 3,5
22. Friðrik Þ Stefánsson 3
23. Elsa María Þorfinnsdóttir 3
24. Ulker Casanova 3
25. Hjörtur Snær Jónsson 3
26. Hjalti Björnsson 3
27. Hugi Hlynsson 3
28. Einar Ólafsson 3
29. Denis Yurands 3
30. Mikael Jóhann Karlsson 3
31. Birkir Freyr Hauksson 2,5
32. Auður Eiðsdóttir 2
33. Hersteinn Heiðarsson 2
34. Logi Rúnar Jónsson 2
35. Svavar Kári Grétarsson 2
36. Sigurður Már Steinþórss. 1,5
37. Magnús Víðisson 1.
38. Skotta 0

Skotta var því miður neðst á mótinu eftir ansi mörg naum töp.

Íslandsmót drengja:
1. Hjörvar Steinn Grétarsson
2. Vilhjálmur Pálmason
3. Svanberg Már Pálsson

Íslandsmót telpna:
1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.
2. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
3. Tinna Kristín Finnbogadóttir.

Það var frábærlega vel heppnað mót og skemmtilegt að hafa það á Akureyri! Það þyrfti fleiri mót útá landsbyggðina.

Staðan tekin af skak.is og skaksamband.com

Mynd fengin á internet.is/srt en á henni sást keppendur tefla, næst okkur er stúlknaslagur á milli Elsu Maríu og Auðar Eiðsdóttur.