Það er erfitt að skilgreina skák sem slíka en ég ætla þó, sem strjórnandi þessa áhugamáls að gera tilraun til þess. Skák er eldgömul íþrótt, sumir hafa kosið að kalla skák list sem ég skil svosem enganveginn þar sem að listgjörningar á skákborðinu er hlutur sem ég hef ekki enn séð.
Ég skilgreini skákina sem íþrótt, íþrótt hugans sem hefur mjög þroskandi áhrif, það getur hver sem er spilað fótbolta, leikurinn er einfaldur eða hann snýst um að elta boltann og loksins þegar maður nær honum þá sparkar maður honum burt.
En með skákina gildir öðru máli, ef þú kant ekki mannganginn (sem er flóknari en að hlaupa á eftir bolta og sparka) þá geturu ekki spilað skák. Jafnvel þó þú kunnir mannganginn þarftu að geta eithvað í skák til að hafa gaman af en það er ekki hægt að segja um títtnefndan fótbolta sem er þó skemmtilegasta íþrótt.
Skákin er eldgömul og hefur breyst nokkuð og til eru margar gerðir af skák en þó hafa flestar fallið í gleymsku og eru ókunnar okkur. Skákin hefur þó alltaf notið talsverðrar virðingar í samfélaginu sem við lifum í í dag en einn merkasti atburður 20 aldar á Íslandi var einmitt einvígi aldarinnar sem háð var í Laugardalshöllinni milli Fischers og Spasskys en ekki einn einasti Íslendingur sem var á lífi þá hefur gleymt þessu einvígi en á meðan á því stóð gerði öll þjóðin ekki annað en að fylgjast með því, samfélagið snérist allt um þetta einvígi!
En þetta var smá útúrdúr úr efninu en í meginatriðum er skák íþrótt hugans og krefst einbeitingar og viljastyrks að verða góður.