Einn daginn teflum við vel, vinnum skákir og það er eins og við höfum vald í hendi okkar, næsta dag er allt öðruvísi farið, ekkert gengur, skákir tapast og valdið sem við héldum okkur hafa er farið. Þannig er gangurinn í skákinni eins og í lífinu sjálfu. Ég hef oft lent í þessu eftir að ég hóf tafliðkun mína fyrir 15 mánuðum síðan, með hléi reyndar yfir sumartímann. Það sem mig skortir núna er stöðugleiki. Ég geri mér grein fyrir því og er farinn að vinna í þeim málum. Til dæmis hef ég skoðað skák mína sem ég setti á korkinn. Hún er illa tefld og margir afleikir, þó tel ég tvo þeirra hræðilega leikna hjá mér. Ég fór yfir allt hjá mér og komst að niðurstöðu: þú verður að bæta þig! En hvernig?

Ég tók mig til og skoðaði þessa skák einu sinni enn og ákvað að kryfja það til mergjar hvað mér fannst vera að. Ég skráði það í litla bók sem ég skrifa athugasemdir mínar í. Ég komst að því að ég notaði ekki tímann minn vel í skákinni, komst að því að ég var ekki með neina áætlun, skortur á einbeitingu, skortur á tærri hugsun, skortur á viljastyrk, skortur á að hugsa og auk þess sem ég var ekki vel stemmdur andlega.

Ég byrjaði á því að róa mig niður og nota allan þann tíma sem ég hef. Einnig reyndi ég að einbeita mér eins og ég gat að viðkomandi skák. Einnig reyndi ég að laga hitt í leiðinni en horfði þó mest á þessa tvo þætti og nú er ég að prjóna hina þættina saman.

Þeir sem hafa skoðað skákina á korknum vilja örugglega sjá breytingu og betri taflmennsku af minni hálfu og því ákvað ég að koma með eina skák hér að neðan til að sýna ykkur. Mér finnst ég hafa farið aðeins fram eftir að ég tók mig til endurskoðunar. Ég tapa enn skákum, en ég vinn líka skákir, markmiðið er þó að finna stöðugleikann í taflmennsku minni.

Hér kemur mín skák og með þeim þær útskýringar sem ég tel ykkur þurfa að fá. Ég er með svörtu karlana í þessari skák. Ég man ekki tímann á henni svo ég get ekki sagt til um það hvort þetta er hraðskák eða venjuleg skák.

1.d4-d5 2. c4-e3 3. cxd5-exd5

í þeim skákum sem ég hef teflt er yfirleitt ekki drepið strax heldur setja menn fleiri menn út áður en dráp hefst.

4. Rf3-Bb4+ 5. Bd2-Bxd2+ 6. Dxd2

Ég átti frekar von á því að riddarinn á b-reitnum myndi drepa biskupinn minn á d2. Greinilegt að drottning hvíts er í vígahug.

6. – Rc6 7. Rc3-Rf6

Næsti leikur hvíts er óvenjulegur því hann leikur:
8. Dg5 Yfirleitt er biskup settur á þennan reit til höfuðs riddara svarts. Enn á ný er hvítur að reynda að koma mér úr jafnvægi.

8. – 0-0

Hérna hróka ég stutt og læt ekkert koma mér úr jafnvægi.

9. Re5

Hvítur er í árásarhug, kominn með riddara og drottningu á 5 reitarröð.

9. – Rxe5 10. dxe5-d4!

Síðasti leikur minn fannst mér vera kröftugur og gefa hvíta það í skin að enginn er óttinn í mínum herbúðum.

11. Re4-Rxe4 12. Dxd8-Hxd8

Hérna ákvað ég að gefa hvít kost á að drepa drottningu mína og ná þannig taumhaldi á d-línunni og hvítur beit á agnið og minn hrókur drap drottningu hvíts og náði í leiðinni d-línunni. Hér tel ég að skákin sé að snúast mér í hag.

13. f3 getur verið að það sé komin taugaveiklun í herbúðum svarts? 13. – Rc5

14. Hdl-d3

Hér er hafinn barátta um d-reitinn og er peð svarts þrumufleygur í þessari stöðu.

15. exd3 hér var ég að spá í að leika Rxd3 en við það tapast stríðið um d-reitinn. Því lék ég 15. – Bf5 og þrýsti fastar á d peð hvíts.

16. b4-Rxd3 17. Bxd3-Bxd3 18. f4-Hd4 19. g3-He4+

Hrókurinn náði valdi á d-reitnum og nú er komið að því að svæla hvíta kónginn yfir á drottningarvæng og reyna að kæfa hann þar.

20. Kf2-He2+ 21. Kf3-Hd8 22. a3-Hd4

Hef náð yfirráðum á borðinu og nú er verkefnið mitt orðið klárt, fæla hvíta kónginn frá kóngsvæng.

23. Kg4-g6 24. Kg5-Kg7

Síðasti leikur minn var til þess að styrkja peðaeyju mína ef hvítur ætlaði sér að gera árás kóngsmegin.

25. h4-h6+

Reyni hér að nota peðið til að snúa kóngnum til baka.

26. Kg4-Bf5+ 27. Kf3-Bd3 28. h5-Ha2 29. Ke3-He4+

Ákvað í framhaldinu að fórna biskup mínum og liðka sóknina sem framundan er á drottningarvæng.

30. Kxd3-Hee2 31. Hhel-Hxel 32. Hxel-Hxa3+ 33. Kc4-b5+

Einhver kann að spyrja hvort það hafi verið ástæða til að fórna hrók fyrir hrók, ég mat það þannig að það væri best því mín yfirráð voru þó nokkur.

34. Kc5-Hc3+ 35. Kxb5-c6+ 36. Ka5-g5

Síðasti leikur minn var leikinn af fljótfærni en þegar ég skoða hann kemur í ljós að þessi leikur var sá besti.

37. e6-Ha3 mát.

Þó ég hafi náð smá bata eftir síðustu skák sem þið getið séð á korkinum þá er langur vegur framundan og ég ætla að gefa mér eitt ár í það að bæta mig og verða skárri skákmaður en ég er í dag. Er það ekki bara raunhæf markmið?