Ég tefli franska vörn ekki mikið með svörtu en fæ hana oft á mig…

Helstu leiðir eru:

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 (ég man ekki hvað þetta afbrigði heitir :S)

1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3Minnir að þetta afbrigði sé kennt við Nimsowitch

1. e4 e6 2. d3 d5 3. Rd2
Alhyglisvert afbrigði þótt mér dytti ekki í hug að leika þessu

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4Winawer-afbrigðið. Mjög skemmtilegt afbrigði þar sem hvítur fær tvípeð á c-línunni
4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3Hér koma tvær leiðir til greina, Da5 eða Re7

Eftir 6. - Re7 leikur hvítur yfirleitt
7. Dg4,
þá hrókerar svartur eða leikur Kf8. Mér finnst mjög skemmtilegt að tefla á móti þessu afbrigði því oft fær hvítur mikla sókn.

Hitt afbrigðið er hvassara. 6. - Da5 verður að svara með
7. Bd2 og þá leikur svartur oft
7. - Da4 oft í kjölfarið en þá getur hvítur leikið
8. Hb1 og er þá með mjög góða stöðu.



1. e4 e6 2. d4 Rf6 Þetta er líka til þó maður sjái það sjaldan en þetta getur verið skemmtilegt.

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 Hérna eru margar leiðir,
t.d. 4. Bg5 eða
4. e5 og ég hef einngig séð
4. exd5 sem ég tel slakast. En ég ætla ekkert nánar út í þetta.


1. e4 e6 2. d4 a6! Allt er nú til! Þetta getur verið skemmtilegt afbrigði en í staðinn fyrir a6 er hægt að leika b6 sem er betra.


Ég nenni ekki að fara útí leiðinleg afbrigði eins og uppskiptaafbrigðið.

En mitt álit á frönsku vörninni er að hún er mjög skemmtileg en svolítið flókin. Mæli eindregið með því að fólk tefli þetta!