Stundum gerist það þegar ég er að tefla að ég er á góðri siglingu með að vinna skákina, hef yfirburði á andstæðing minn, menn mínir hreyfanlegir og búinn að koma kóngnum í skjól þegar ég fell á tíma. Ég verð að viðurkenna að svona atvik geta farið í skapið á mér í nokkrar mínútur á eftir þegar ég geri mér grein fyrir málsatvikum. Nýlega lenti ég í þessu þegar ég tefldi skák á www.yahoo.com og langar mig að sýna ykkur hana.

1. e4-e5
2. Rf3-Rc6
3. Rc3-Rc6
4. d3-d6
Hérna er staðan eins hjá báðum aðilum en hér skiljast þó leiðir.
5. Bg5-Be6
6. Bxf6-gxf6
7. Be2-Dd7
8. 0-0 – 0-0-0
9. b3-Kb8
10. a4-h5
11. g3-f5
12. exf5-Bxf5
13. Rg5-f6
14. f4-fxg5
15. fxe5-dxe5
16. Hxg5-Dxg5
Hugmynd mín var að ná yfirráðum á f-línunni en aðstæður breyttust eins og hér má sjá.
17. Df1-Dc8
18. Bf3-a6
19. Bxc6-Bg7
20. Re4-Hh7
21. Rd6-Hh8
22. Rxc8-Hh7

Í þessari stöðu féll ég á tíma. En ég sé það þó að ég er Drottningu yfir og á nokkra góða möguleika á sigri í skákinni. Svo ég var ekki glaður með þessi málalok en eins og allt annað þá lærir maður af hlutunum, ekki satt?