Skák er allt í senn - list, vísindi og íþrótt - Anatoly Karpov

Skák er miskunnarlaus: þú verður að vera tilbúinn til að drepa menn - Nigel Short

Skák er lífið - Bobby Fischer

Sérhver skákmeistari var eitt sinn byrjandi - Chernev
Góður skákmaður er alltaf heppinn - Capablanca

Þegar þú sérð góðan leik: bíddu - leitaðu að betri - Emanuel Lasker

Tefldu byrjunina eins og bók, miðtaflið eins og töframaður og endataflið eins og vél - Spielmann

Sá vinnur skákina sem gerir næstsíðustu mistökin - Tartakover

Peðin eru sál skákarinnar - Philidor

Það eru til tvær tegundir af fórnum: réttar fórnir og mínar fórnir - Tal

Varnarmáttur leppaðs manns er ímyndun ein - Nimzovich

Þú átt ekki að leita að leik, ekki einu sinni besta leiknum, heldur raunhæfri áætlun - Znosko-Borovsky

Bobby Ficher 1970
Sigurganga Bobby Ficher hófst 1970 en hann hafði telft með milum styrk allt frá stórmótinu í Santa Monica árið 1966 og Ólympíumótinu í Havana en þar var mikið deilt um frídaga. Ficher var nefnilega meðlimur í trúarsöfnuði og mátti ekki tefla á föstudegi á meðan sólin var enn á lofti. Hann tók líka þátt í keppninni Heimurinn árið '70. Ficher átti upphaflega að tefla á 1.borði en lét það eftir eftir mótmæli Bent Larssen. Þar vann hann Tigran Petrosjan 3:1. Sama ár keppti hann á óopinberu heimsmeistaramóti í hraðskák en þar var hann 4 og hálfum vinningi fyrir ofan næstu menn. Þetta er ekki eina dæmið um yfirburði Fachers því um mitt sumarið telfdi Ficher á sterku móti í Buenos Aires og var þar 3 og hálfum vinningi yfir næstu mönnum og var hann þar með 15 vinninga af 17.
Aftur varð hann 3 og hálfum vinningi fyrir ofan næstu menn á millisvæðamóti sem haldið var í Mallorca. Á því móti vann Ficher 7 síðustu skákirnar og var það hluti af 20 skáka sigurgöngu sem sagt er frá í heimsmetabók Guinnes.
Flestir töldu að styrkur Fichers lægi í góðum byrjunaundirbúningi og afrábærri endataflstækni. Hann tefli samt aldrei uppá endatöfl, hann hafði skarpan stíl en hann tefldi löng og ströng endatöfl þegar mótstaðan var mikil. Það virðist hafa legið betur fyrir Ficher að sjá í gegnum flækjur því snjallar og einfaldar lausnir einkenndu hann. Ficher hefur verið kallaðurr fyrsti raunverulegi atvinnumaðurinn en Karpov skrifaði það í grein sem hann skrifaði eftir að hann varð heimsmeistari.
Kóngverska uppbyggingin: g3, e4, d3, Bg2, Rf3 og Rd2 féll vel að skákskilningi hans.

Antoly Karpov.
Karpov fæddis í Rússlandi 23. maí 1951. Faðir hans kenndi honum mannganginn þegar Karpov var aðeins fjögurra ára gamall. Hann sýndi snemma mikla hæfileika og haustið 1969 varð hann heimsmeistari ungmenna en árið eftir varð hann stórmeistari.
Árið '74 vann hann sér rétt il að tefla við heimsmistarann Bobby Ficher en eins og frægt er þá neitaði Ficher svo að 1975 varð Karpov heimsmeistari án þess að þurfa að keppa um titilinn. Árin 1978 og 1981 varði hann titilinn með því að vinna áskorandann Viktor Kortschnoj. Árið 1984 vann Kasparov sér inn rétt til að skora á Karpov. Það einvígi tók 5 mánuði án þess að nein niðurstaða fengist svo forseti FIDE stoppaði einvígið og Karpov var enn heimsmeistarinn með 5 unnar skákir og 3 tapaðar en 400 höfðu endað með jafntefli. Reglan var sú að sá sem var á undan að vinna 6 skákir myndi vinna einvígið. Árið eftir tefldu þeir aftur einvígi um heimsmeistaratitilinn en þá var sú regla að einvígið yrði 24 skákir. Karpov tapaði eins og hann hafði unnið árið áður, með 3 skákir tapaðiar og 5 unnar en nú voru jafnteflin aðeins 16. Árin 1986, 1987 og 1990 reyndi Karpov að endurheimta titilinn án árangurs.
Karpov byggir oft upp trausar stöður og nýtir sér smáa veikleika í stöðunni hjá andstæðingnum, hann er hrifnastur af löngum skákum með stöðubaráttu og langtímaáætlunum heldur en fórnum og flækjum. Hann notar samt taktískar fónir þegar við á. Þessi skák er gott dæmi um það:
Hvítt: Anatoly Karpov - Svart: Pronin. Moskva, 1968.
1.e4 e6 2.d4 c5 3.d5 exd5 4.exd5 d6 5.Rf3 Bg4 6.Be2 a6 7.a4 Bxf3 8.Bxf3 Be7 9.0–0 Rd7 10.Rd2 b6 11.He1 Re5 12.Hxe5! dxe5 13.d6 Bxd6 14.Bc6+ Kf8 15.Bxa8 Dxa8 16.Rc4 Bc7 17.Be3 Re7 18.a5 bxa5 19.Bxc5 Dc6 20.Rxe5! De8 21.Dd4 h5 22.He1 1–0