Nú ætla ég að setja inn skák sem ég telfdi fyrir 2 árum á móti Halldóri Pálssyni sem er með 1840 Elo (endilega hafið skákborð við hliðina á ykkur þegar þið lesið þetta.)

Hvítt Halldór Pálsson (1840) Svart Svanberg Már Pálsson

1.e4 c5
2.b4 Þarna leikur hvítur óvenjulegum leik en í þriðja leik þá leik ég ennþá óvenjulegri leik.

2. … cxb4
3.d4 f5 Þetta kalla ég Svanbergs mótbragð og ég fékk reyndar unnið seinna í skákinni en ég klúðraði því.

4.exf5 Da5 Hvítur getur ekki leikið 5.Dh5+ vegna þess að þá leikur svartur 5.g6 hvítur leikur þá 6.Dh4 Dxf5 og þá er svartur orðinn 2 peðum yfir og á mikla möguleika á sterkri árás á drottningarvæng.

5. Bd3 Þetta er besti leikurinn sem hvítur gat leikið hann valdar f5 peðið og ef svartur leikur Rc6 þá leikur hvítur Bb2 og þá hefst barátta um línuna frá h8-a1 þannig að svartur á að leika 5.g6 og ef hvítur leikur 6.fxg6 þá leikur svartur Bg7 of hefur þá aftur mikla möguleika á að brjótast í gegnum varnir hvítsd á drottningarvæng.

5. … b3+ þetta voru mistök hjá mér því þarna gat hvítur leikið 6.Dd2 og ég hefði þurft að skipta á drottningum hann tekur með riddara og ég tek peðið á a línunni vegna þess að ef ég hirði peðið á c2 þá leikur hvítur Hc1 og hirðir peðið strax og nær þá fljótlega að tvöfalda á c línunni.

Ég var heppinn að nú lék hvítur 6.Rd2 sem leiddi til taps hvíts en mér tókst samt einhvern veginn að tapa skákinni.

6. … Dc3!! þarna vinn ég hrók og fæ unnið.

7.Re2 b2 Dxa1 hefði leitt til þess að ég hefði tapað drottningunni eftir 8.Rxb3 of ef Db1 þá 9.Rc3 ef Dxa2 þá kemur samt 9.Rc3 og ég tapa drottningunni

8.Rxc3 bxa1
9.Rdb1 hvítur reynir að loka drottninguna inni en til þess þarf hann að nota meiri liðsafla heldur en drottninginn er virði þar sem að ég er nú þegar búinn að taka hrókinn.

9… Rf6 þetta voru mistök því að eftir 10. 0-0 þá virkar ekki e6 því að eftir 11. fxe6 dxe6 12. He1 Bb4 þá kemur 13.Bd2 og ef ég reyni að flýja með drottninguna með Db2 þá kemur 14.Bc1 og þá verður þríleikið nema að ég leiki Bxc3 15.Bxb2 Bxb2 en þá er einn galli. þá leikur hvítur 16 c3! og þá er svarti biskupinn innilokaður því að næst kemur 17.Dc2 og ef svartur leikur Ba1 þá kemur 18.Ra3 og ég tapa Biskupinum og tapa líklega skákinni.

í 9. leik átti ég því að leika e6 og eftir 10. fxe6 þá kemur Bb4 og ef það kemur 11.Bd2 þá kemur Db2.

Ef hvítur leikur 11.Dd2 þá leikur svartur Dxb1 og hvítur leikur 12.Rxb1 og þá kemur Bxd2.

Ef hvítur leikur í 10. leik Dh5+ þá leik ég einfaldlega Kd8 og ef 11. Bg5+ þá kemur Rf6.

10. 0-0 Rd5 þetta voru mistök því nú fær hvítur sterka sókn á kóng svarts.

11.Rxd5 Dxb1
12.Dh5+ g6 ef ég hefði leikið Kd8 þá hefði komið 13.Bf4 og ég hefði þurft að lika Dxf1 og eftir 14.Kxf1 þá hefði ég tapað í nokkrum leikjum.

13.fxg6 Bg7 þetta er eini leikurinn.
14.fxh7+ og aftur get ég ekki leikið Kd8 vegna Bf4.
14. … Kf8
15.Bg5 Dxf1+ eini leikurinn og nú er ég komið með tapað vegna mistakanna í 9 leik.
16.Kxf1 Rc6 þetta er eini leikurinn til að verjast máthótunninni Bxe7#

17.Df3+ Ke8
18.Bg6+ Kd8
19.Df4 d6
20.Dxd6 Bd7
21.Dc7#

Ég vona að þið hafið haft gaman af þessu því að þetta var ansi áhugaverð skák.
(\_/)