þetta er 5 min skák sem ég tefldi gegn 1800 stiga manni og gekk bara vel. Aftur á móti veit ég ekki hvaða byrjun ég var að tefla. Ég var búinn að vera að skoða hana og sá ekkert stórkostlegt að henni og ákvað að prufa hana í þessari skák. Skákin tefldist sona:
Hvítt: “ég” 1576 Svart:ComplexZeta 1841
1.e4-c5 2.b3-Rc6 3.Bb2-d6 4.c4-e6 ég skil ekki alveg e6 leikin og held ég að svartur eigi betri leiki í stöðunni. 5.Rc3-Rf6 6.d3-Be7 7.Rge2 með hugmyndinni að koma peðinu á g3 og svo Biskupnum á g2 og þá peðinu á f4 en allaveganna 7.Re2-o-o 8.g3-d5 9.exd5-exd5 10.Bg2-d4 11.Re4-Rxe4 12.Bxe4-Bh3 og finst mér staða mín nokkuð þægileg eftir 13.Rf4-Dd7??(betra er Dc8) hér er alvarlegur afleikur af hendi svarts 14.Dh5 og hér hóta ég manninum og máti og hér leikur hann eina mögulega leiknum en fær Dd7 leikin í bakið 14…f5 og þá kemur 15.Dxh3!! og má hann ekki taka mannin því þá tek ég drottninguna hans. 15…g5 16.Bd5(skák)-Kb7?? hér er annar fáránlegur leikur vegna 17.Re6-Kb6 18.Rxf8-Hxf8 19.0-0-h5 20.Bxc6 og héðan var þetta easy ride fyrir mig og svartur gafst upp nokkrum leikjum seinna þá var hann manni og 3 peðum undir (ég fórnaði skiptamun).
Endilega kommenterið og einnig vil ég fá eikkern fróðan til að segja mér hvort þetta er þekt byrjun eða hvað og hvernig á að tefla hana…vil ég mynna á að þetta er 5 min skák og því með mörgum villum.