Ítalski leikurinn er einnig mjög skemmtileg byrjun og hana hef ég telft alveg þar til fyrir svona 1 og hálfu ári síðan þegar að drottningarbragð tók við af þessum skemmtilega leik. Það er nú bara þannig að oft hjá mér hafa komið upp sömu stöðurnar úr Ítalska leiknum þegar að ég hef telft hann. Þó að ég hafi telft hann hundruðum skipta þá kann ég satt best að segja ekki mjög mikið í honum. Ég hef aðalega telft það afbrigði sem svo margir tefla og kunna og hef oft lent í sömu stöðunni aftur og aftur því það virðast svo margir krakkar tefla þetta og allir alveg eins að maður lendir í sömu stöðunni aftur og aftur og oft þá hef ég orðið kærulaus í þeirri stöðu og tapað í þessari skemtilegu byrjun. Þessi byrjun byrjar á : 1.e4-e5 2.Rf3-Rc6 3.Bc4-Bc5…þetta er það sem er telft sem ítalski leikurinn. Ítalski leikurinn er frá 16 öldinni og hefur staðist tímans tönn. Menn eins og Kasparov, Kramnik og Korchnoi hafa notað þessa byrjun. Þekt afbrigði sem ég tefldi ekki í þessari byrjun og hef lítið notað er hin svokallaða “Möllersárás” þar sem hvítur gefur peð fyrir opnar línur og skjóta liðskipan. Þetta var sturr ágrip á Ítalska leiknum.

Takk fyrir Wanganna