Skáksveit Rimaskóla varð norðurlandameistari barnaskólasveita sem er nýlokið en keppnin fór fram í Laugalækjaskóla um helgina. Rimaskóli sigraði Finna 4-0 í lokaumferðinn9 þar sem Hjörvar , Ingvar , Sverrir og Hörður unnu allir örugglega.

www.chess.is/skakir/nmbarn2004.pgn
Þar eru skákir 1 - 4 umferðað

Laugalækjarskóli gerði sér lítið fyrir og vann glæsilegan sigur á Svíum 3-1. Einar, Vilhjálmur og Matthías unnu sínar skákir en Daði tapaði. Svíar höfðu unnið keppnina fjögur ár í röð og því tími til kominn að fá íslenskan sigur. Rimaskóli náði efsta sætinu með 15,5 vinning en Laugalækjarskóli fylgdi fast á eftir með 15 vinninga og Svíar hlutu 12 vinninga.

Lokastaðan:
1. Rimaskóli 15,5 vinningur af 20
2. Laugalækjarskóli 15
3. Svíþjóð 12
4. Danmörk 7
5. Noregur 6
6. Finnland 4,5

Íslensku sveitirnar skipuðu:

Rimaskóli
1. borð: Hjörvar Steinn Grétarsson 4,5 af 5
2. borð: Ingvar Ásbjörnsson 4 af 5
3. borð: Sverrir Ásbjörnsson 4 af 5
4. borð: Hörður Aron Hauksson 3 af 5
varamaður: Júlía Rós Hafþórsdóttir
Liðsstjóri: Ásbjörn Torfason

Laugalækjarskóli
1. borð: Einar Sigurðsson 2,5 af 5
2. borð: Vilhjálmur Pálmason 4 af 5
3. borð: Daði Ómarsson 3,5 af 5
4. borð: Matthías Pétursson 5 af 5
varamaður: Ívar Örn Jónsson
liðsstjóri: Torfi Leósson

Bókaverðlaun fyrir bestan árangur hlutu:

1. borð: Hjörvar Steinn Grétarsson 4,5 af 5 Rim
2. borð: Ingvar Ásbjörnsson 4 af 5 Rim
2. borð: Vilhjálmur Pálmason 4 af 5 Laug
3. borð: Sverrir Ásbjörnsson 4 af 5 Rim
4. borð: Matthías Pétursson 5 af 5 Laug