Fyrir þá sem ekki kunna langar mig að birta hér mannganginn:

Í venjulegu tafli eru 32 menn. 16 eru svartir og 16 hvítir. Það eru 8 peð, 2 hrókar, 2 riddarar, 2 biskupar, 1 drottning og einn kóngur í hverju liði. Þeim er leikið svona á skákborði:

Peð: Þau eru veikbyggðasti taflmaðurinn, getur gengið 2 reiti áfram í byrjun á upphafsreit og gengur svo einn reit áfram en alls ekki aftur á bak. Það drepur einn reit til ská fyrir framan sig.
Svo er til framhjáhlaup en það er erfitt að lýsa því hér. Er metið til eins stigs.

Hrókur: Gengur eftir beinum línum, fer eins langt fyrir framan sig, til hægri, vinstri og aftur á bak og hann nær, þangað til að maður stöðvar hann. Er metinn til 5 stiga.

Biskup: Fer eins langt og hann getur á ská, þangað til að maður stöðvar hann. Er metinn til 3 stiga.

Riddari: Fer L-laga í allar áttir. Einn til hægri og 2 upp. Er metinn til 3 stiga.

Drottning: Er bland af hróki og biskupi. Teflir eins og hún væri bæði. Er metin til 9 stiga.

Kóngurinn. Skákin snýst um hann. Hann fer eitt skref í allar áttir. Er ekki metinn til stiga því ef að hann félli tapaði maður skákinni.

Birti meira síðar.