Complete first season? Það myndi vera nítjánhundruð-sjötíu og eitthvað, þessir þættir gengu í áratugi. Ég elskaði þá líka, hehe :)
Málið er að RÚV er ekkert of duglegt við að gefa út efni úr sinni gullkistu. Mér skilst að það sé þó ekki vegna þess að þeir vilji það ekki, heldur eru allskonar ofur-ströng höfundarréttarlög að þvælast fyrir.
Plús það (kannski) að þeir vilja ekki að upp komist hvað þeir hafa fargað miklu af menningarverðmætum gegnum tíðina. Mér skilst að þar til nýlega hafi ein gömul kerling, “mubla” á stofnuninni, verið nánast einráð yfir safninu og ákveðið hvað bæri að varðveita og hvað ekki!
Verið gæti að fyrsta season (og jafnvel fleiri) af “Nýjasta tækni og vísindi” sé ekki lengur til.
Þá er ekki fleira í þættinum í kvöld… Veriði sæl ;)
_______________________