Veit ekki alveg hvernig ég á að byrja á þessu. Ég vil ekki dæma allt of hart þannig að ég fái endalaust af leiðinlegum commentum en ég ætla samt að segja það sem mér finnst. Fyrir stuttu byrjuðu útsendingar á nýrri stöð sem heitir Sirkús eins og þið öll vitið. Það var spennandi að fá þessa nýju stöð og þættina sem fylgdu henni. Svo eftir smá sjónvarpsgláp þá komst ég að því að Sirkús er nákvæmlega eins og skjáreinn. Það eru fínir þættir á þessum stöðum en það sem fer endalaust í taugarnar á mér er það að þær eru ekki að standa sig. Hver kannast t.d ekki við það að hann ætli að fara að horfa á uppáhaldsþáttinn sinn og þá er hann bara ekki eða þá að þeir byðjist velvirðingar á textaleysi. Aldrei sér maður neitt þessi líkt á stöð 1 eða 2. Og ég held að málið sé að stöð1 og 2 séu með atvinnumenn hjá sér í vinnu sem vinna hlutina vel og með ábyrgð en annars vegar Skjáreinn og Sirkús séu meira með álærða menn sem vita ekki alveg hvað þeir eru að gera. Eða allavega fæ ég ekki aðra skýringu á þessu. Svo endalega segið ykkar skoðun og ég vil skora á Skjáeinn og Sirkús að reyna að standa sig betur.