híhíhí.
Ég þoli ekki sjónvarpsgláp. Mig langaði bara til þess að fá að sjá hvort einhverjir væru mér sammála. Rök?
- Fólk sem horfir á sjónvarpið í ca. 3 tíma á dag (sem er ekki ólíklegt meðaltal….ég þekki slatta af fólki sem horfir meira en 3 tíma á dag…) er, á 50 árum búið að eyða (lauslega reiknað) rúmlega 6 árum fyrir framan skjáinn!!!
(ég hef annað við tíma minn að gera)
- Eins og einhver nefndi: 90% af sjónvarpsefninu sem okkur er boðið uppá er hreinasta helvítis krapp!
- Af þessum 90 prósentum, er mjög svo drjúgur hluti amerísk sápa, sem er mesti viðbjóður sem mannkynið hefur framleitt (fyrir utan kanana sjálfa…)!
- Tökum sem dæmi þættina með Jay Leno. Ég sá nokkra svona þætti í vetur en mun æla ef ég sé annan. Þar kemur fræga fólkið og tönnglast á því hversu hræðilegar 11. september árásirnar voru… Það er verið að hræra í heilanum á áhorfendum, fá þá til þess að vorkenna Bandaríkjunum og styðja þau í kapítalísku alheimsútþenslu sinni. (Auðvitað voru það Bandaríkjamenn sjálfir sem sprengdu WTC, til þess að geta klínt því á Talebana, til þess að geta haldið áfram að bomba arabana til þess að fá yfiráð yfir fleiri olíulindum til þess að eignast fleiri peniga….etc, etc…en því verða gerð nánari skil í annari grein…)
- Fólk er ekkert að hugsa þegar það glápir á sjónvarpið. Það er engin sjálfstæð hugsun í gangi, bara mötun. Mötun á því hvað aðrir, og þá sérstaklega bandarísk stjórnvöld (í tilfelli okkar íslendinga, þarsem ótrulega mikill meirihluti sjónvarpsefnis er ættaður þaðan) vilja að við hugsum!
Ég þarf ekki að vita meira!
Ég er hætt að horfa á sjónvarp!!!
“Auðvitað voru það Bandaríkjamenn sjálfir sem sprengdu WTC, til þess að geta klínt því á Talebana, til þess að geta haldið áfram að bomba arabana til þess að fá yfiráð yfir fleiri olíulindum til þess að eignast fleiri peniga”
Ég bara skil ekki hvernig þú getur sagt þetta bara svona blátt áfram, svart og hvítt. Ég hef nú lesið þessar staðreyndir varðandi olíumálin og Talibanastjórnina og var það ágætis lesning. Ég hef hinsvegar ekki minnstu hugmynd um hvort þetta sé satt eða ekki og ekki þú heldur!
“… Það er verið að hræra í heilanum á áhorfendum, fá þá til þess að vorkenna Bandaríkjunum og styðja þau í kapítalísku alheimsútþenslu sinni……Það er engin sjálfstæð hugsun í gangi, bara mötun. Mötun á því hvað aðrir, og þá sérstaklega bandarísk stjórnvöld (í tilfelli okkar íslendinga, þarsem ótrulega mikill meirihluti sjónvarpsefnis er ættaður þaðan) vilja að við hugsum!”
Já þú hefur rétt fyrir þér. Þetta er allt eitt stórt samsæri. :D
Nei svona án gríns, heldurðu að Bandaríkjamenn séu að framleiða þetta sjónvarpsefni fyrir fólk sem býr ekki í USA.
“Fólk sem horfir á sjónvarpið í ca. 3 tíma á dag (sem er ekki ólíklegt meðaltal….ég þekki slatta af fólki sem horfir meira en 3 tíma á dag…) er, á 50 árum búið að eyða (lauslega reiknað) rúmlega 6 árum fyrir framan skjáinn!!!
(ég hef annað við tíma minn að gera) ”
Það vill svo til að fólk horfir nú mest á sjónvarp á kvöldin þegar það er að slappa af. Það gæti jú talað saman en fólk vill greinilega frekar horfa á sjónvarpið.
0