Er þetta bara ég eða finnst ykkur líka sem hafið séð “sms-spjallið” á popp tívi, ekki skrítið hvernig fólk getur dottið í hug að senda inn sms þangað sem kostar 59 kr. Fólk er að segja t.d
“hallo” svo sendir hann annað sms “z'up?” þarna er viðkomandi að senda sms fyrir 118 kr og það er bara tilgangslaust. Svo er fólk að segjast vera svo gratt og bla bla bla. Er þetta kynslóðin í dag að fólk lætur féfletta sig út og suður og gerir sér ekki grein fyrir því ?

Ég er gjörsamlega orðlaus yfir þessu og ofbýður að vita af fólki sem sendir þangað. það er verið að græða alveg heilann helling á þessu. 100 sms=5900 krónur.

Hvað finnst ykkur um þetta sem hafið verið að fylgjast með þessu með öðru auganu?

Kv: vmelsen
ég Geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn…..