Ég hef oft tekið eftir því að fólki vanti hjálp með margt þannig að ég ákvað bara að gera grein sem vonandi svarar nokkrum spurningum, og endilega spurjuði ef ykkur vantar hjálp með einhvað, og ég skal gá hvort ég geti ekki hjálpað:D

Efnisyfirlit(til að vera ekki að leita að óþörfu:D)

1.Hvernig gerir maður fallega simsa.
2.Graffíkin í sims 2
3.Leið til að gera sims lífið auðvelt.
4.“Ég var að downloada helling af flottum fötum, en bara nokkur af þeim komu og allt hitt var bara sýnt sem einhver eldgömul föt”.
5. Hvernig fær maður geimveru?
6. Nöfn
7. Láta dýrin eignast afkvæmi
8. Flytja
9. “Simsinn minn dó*sniff* og mér langar í hann aftur
10. Hlutir á ská
11. Flottar sims síður fyrir sims 2


Hvernig gerir maður fallega simsa:
Ok fyrst og fremmst vil ég bara taka það framm að þetta er bara mín skoðun og ekkert annað!
En megin atriðin, að mínu mati, eru 3

1.Skinntonar, förðunar dót og föt.
Passa að fötin málingin og skintonninn passi vel saman, eins og öruggllega margisr hafa tekið eftir sem downloada skintonum, þegar þið eruð búin að gera gg flottan simsa og svo breytið þið skintoninum og hann verður allgjört ógeð(simsinn) allavegana kannast ég við það….
Og líka það að hafa hélst málinguna í sama lit og einhver af flíkunum sem simsinn er í.
2. Hárið
Mér finnst það skipta miklu máli þegar um er verið að ræða “persónuleikann” í simsinum, en það verður líka að passa við skinntoninn og andlitsfallið.
3. Augun
Síðast en ekki síst eru það augun, þau skipta mikklu máli, þar sem augun sem fulgja með eru ekkert spes(ekkert sérlega gaman að hafa 1/5 af simsunum með allveg eins augu).
En augun geta t.d. ráðið um það hvort simsinn er góðlegur, alvarlegur, frekjulegur eða kvikindislegur í framan(og augabrúnirnr skipta þar líka mikkli máli).

En annars skipta fötin ekki mikklu máli í að gera simsinn fallegann, þau eru bara til þess að gera simsinn flotta(nn).

Graffíkin í sims 2:
Eins og margir kannast ið þá er graffikin kanski ekki í besta lagi, en það er ekki erfitt að laga það eina sem þú þarft að gera er að:
-Fara í punktana niðri(á meðan þú ert í sims 2
-Fara þar í myndina af tölvunni
- og setja í High í Sim/object detail, Texture detail og Graffic effects.
Og þá ætti þetta að vera komið.

Leið til að gera sims lífið auðvelt:
Til þess að gera það létt getur maður skrigað boolprop testingcheatsenabled true í svindl gluggan, áður en þú ferð í húsið, og þá getyrðu hækkað allt í needs, og hækkað hvernig simsunum þínum líkar við aðra simsa, einnig geturðu breytt persónuleika þeirra og áhugamálum.
Til að fá peninga geturðu notað motherlode(en þú skrifar það bara í svindlgluggan) eins og allir vita örugglega er mjög gaman að geta kaypt all sem manni langar í.
Og eins og allir vita getur verið ósköp leiðinlegt að bíða eftir ófæddu barni en það er hægt að stytta þá byð með því að skrifa boolprop svindlið, bíður en maður er í húsið og svo aftur í húsinu, ýtir svo á shift og klikkar á simsinn og ýtir þar á “more” tvisvar og þar “Tombstone og land L & D” og þá ertu komin með legstein og finnur þar “speed up my pregnancy” og auðvitað vill maður líta vel út á meðgöngunnu og þá notar maður legsteininn og finnur þar “Tom’s clothing tester” þá kemur fataslá þú ýtir á hana og velur “force redress” og velur þér föt.

“Ég var að downloada helling af flottum fötum, en bara nokkur af þeim komu og allt hitt var bara sýnt sem einhver eldgömul föt”.
Þetta er örugglega einhvað sem allir sem downloada kannast við, að föt eða hár sem maður download-ar “kemur” ekki, þau eru þarna, en sammt ekki, þetta er út af því að þér vantar Mesh fyrir hlutinn, ef þú átt ekki rétt mesh fyrir hlutinn geturðu ekki notað það, en þetta er hægt aðlaga með því að downloada mesh-inu…en það er bara hvort þú finnir þá rétta mesh-ið….

Hvernig fær maður geimveru?
Það eru 4 leiðir til þess:
1. Nota stjörnukíkinn mikið þannig að geimverur ræni simsinum, þá verður simsinn óléttur af geimveru(hef heirt að það komi oftar fyrir KK simsa…)
2. Nota “Tombstone of land L & D”(sérð hvernig þú færð hann í “Leið til að gera sims lífið auðvelt”) og velur “make me alien pregnant”.
3. Gerir boolprop í hverfinu ferð í “make new family” ýtir á shift og svo N(þar að segja stórt N). Velur grænan skinn tone(passar að það sé geimvera, það er nefnilega líka zombie þarna) og ferð í augun og þar er hægt að velja geimveru augu(örugglega aftast) en myndin er sammt brún eða blá(eins og myndirnar af augunum sem fylgdu með sims 2.
4. Láta geimveru par eignast barn(geimvery barn:D)

Já, og með aðferð 3, það er örugglega líka hægt að gera varúlfa, en ég veit það ekki, hef ekki prufað það:D

Nöfn:
Það eru örugglega margir í erfiðleikum með nöfnin á simsana sína, en ég var búin að gera 3 greinar með nofnum, þannig að fyrir þá eru nýbyrjaðir hérna á sims og vissu ekki af þessu þá set ég linkana hérna með:
Ættarnöfn&japönsk nöfn: http://www.hugi.is/sims/articles.php?page=view&contentId=3628777
Stelpunöfn&Þýðingar þeirra: http://www.hugi.is/sims/articles.php?page=view&contentId=3721602
Strákanörn&Þýðingar þeirra: http://www.hugi.is/sims/articles.php?page=view&contentId=3695009

Láta dýrin eignast afkvæmi:
Til þess þurfa, tek bara hundana sem dæmi, hundarnir að vera góðri vinir og eigandinn, þá sem segir þeim að eignast hvolpa saman, að vera góður vinur þeirra líka, já og hundurinn verður að eiga kofa!

Flytja:
Til þess að flytja fjölskyldu í nýtt hverfi, nyjan bæ, þarftu bara að setja húsið í huse bin og fara í hverfið sem þau eiga að eiga heima í og setja húsið þar en ef þau eiga ekki hús, eru bara í family bin, læturðu þau bara á lóð, eða í hús, og gerir svo bara það sama.
ATH!!!!
Simsarnir missa öll tengsl við alla aðra í bænum.

“Simsinn minn dó*sniff* og mér langar í hann aftur:
Ef það gerist þá ættirðu að fá þér meiri pening, ef þú átt lítinn notarðu motherlode, og í career rewards eða aspiration rewards er kominn sími til þess að hringja í dauðann og þá er hægt að borga honum en ef þú borgar ekki nóg færðu ekki simsinn til baka, en síðan geturðu líka skorað á dauðann, en ef þú gerir það ættirðu að vera með hátt í skill point-unum hjá simsinum, nema þú ættlir að tapa.
Síðan þegar þú færð simsinn, ef þú varst þar að segja nógu rausnargjörn(gjarnur), eða hæfileikarík(ur), þá er simsinn ekki lengur giftur eða í neinu sérstöku sambandi við aðra simsa.

Hlutir á ská:
Til að hafa hlutina á ská þarf maður að skrifa í svindlgluggann “allow45degreeangleofrotation” og bætir við “true” eða “false”, og notar svo , og . til að snúa.

Flottar sims síður fyrir sims 2:
www.rosesims.net
sunairsims.enorth.com.cn
www.xmsims.com
www.modthesims2.com (þarf að vera notandi http://www.hugi.is/sims/articles.php?page=view&contentId=3821054 )
www.peggysims2.net
www.stylistsims.net
(¯`v´¯)