ðég er að spá í að gera sögu um fjölskylduna mína en ég er ekkert komin mjög langt svo ég á örugglega eftir að gera marga parta =D
Þetta er fjölskylda sem ég er alltaf í…ég á enga aðra eftir að simsleikurinn minn bilaði og allt eyddist út..

Man ekkert alveg nöfnin..t.d. man ég ekkert hvað fjölskyldan heitir en það verður bara að hafa það..


Fjölskyldumeðlimir :

Dora : ljóshærð,næstdökkasti skintóninn, kvenkyns adult, með gleraugu en samt svoldið smart að mínu mati

Karl : Maður Doru, með ljósasta skintóninn, með svart hár og smá skegg

Hannah : Systir Karls, kvenkyns adult , rauðhærð og með næstdökkasta skyntóninn

Mora : dóttir Doru og Karls, með brúnt stutt hár, teen og með næst ljósasta skintóninn

Og þá byrjar sagan :

Fjölskyldan flutti inná stóra lóð eftir að þau unnu í lottí (hehe)
Þau byggðu stórt hús með tvöföldum bílskúr og sundlaug í garðinum. Þau röðuðu húsgögnunum snyrtilega og var húsið farið að líta mjög vel út. Þau voru með partísal í enda hússins en hann var samt ekki mjög stór. Síðan voru þau með lítinn kofa við sundlaugina með klósetti og sturtu og svo heitan pott.

Þau höfðu það bara fínt og þegar gamla spákonan kom í heimssókn bað Mora hana um blond date. Hún borgaði svoldið mikinn pening og fékk sætan strák (dökkur skintónn og svart hár)sem hét Kevin. Hún féll strax fyrir honum og um kvöldið voru þau strax byrjuð að knúsast en first kiss kom ekki fyrr en hún kyssti hann bless seint um nóttina. Hannah hafði farið út með svoldið af fólki og fann þar draumaprinsinn sinn. Hann var reyndar bara orðinn besti vinur hennar þegar hún fór loks heim eftir langt kvöld en það fannst henni samt ágætur árangur. Enginn var í vinnu í fjölskyldunni en þau kepptust að við að búa til ýmsa hluti fyrir garðsöluna sem var í næstu viku. Dagarnir liðu og þau unnu alla daga og nætur við að búa til hluti til að selja en þegar garðsalan var að hefjast var Karl kominn með svo gott level í vélmennagerð að hann bjó til servo sem var ætlaður til að vinna í garðsölunni go hjálpa til á heimilinu. Eitthvað fór þó úrskeiðis því að það var ekki hægt að selja vélmennin á garðsölunni nema dótaróbotana og sum voru biluð. En þau voru samt með nóg að dóti fyrir garðsöluna og byrjuðu að selja. Kevin og Mora voru búin að ákveða að fara bráðlega í háskóla en eru samt ekki flutt burt.

Er ekki komin lengra en sendi örugglega bráðum inn part 2

kv. palla
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D