Fólk hefur gjarnan sagt við mig að The Sims er leikur sem ekki ætti að eyða tíma sínum í, að þetta sé leikur fyrir fólk sem á sér ekki líf! Það er hægt að þræta endalaust um það hvort að leikurinn sé skemmtilegur eða leiðinlegur en fólk hefur bara mismunandi skoðanir og mismunandi smekk og er það bara þannig að annað hvort líkar fólki ekki við leikinn eða það líkar við hann. Jeg þekki líka marga sem aðeins hefur spilað leikinn fysta árið eða fyrstu mánuðina eða áður en viðbæturnar komu og síðan bara fengið nóg… Rétt er það að þetta er leikur sem maður fær leið á en maður getur alltaf bara farið að spila hann aftur! Fær maður ekki leið á öllum leikjum að lokum? En það góða við sims er að það er alltaf hægt að taka sjer pásu…

En er leikurinn fyrir fólk sem á sér ekki líf?
Persónulega er svarið við þessari spurningu nei hjá mér.
Hver er mín skoðun á leiknum?
Ég held að það sem standi uppúr er það að það er bara e-ð við það að fá að stjórna einhverju eða fá að stjórna því hvað aðrir gera þá er ég aðeins að tala um mig sjálfa en ég skal orða það þanni að það er stundum gott að fá hvíld frá sér sjálfri…

Ég á það einnig oft til að gera persónuna mig í leiknum og gera nágrannanna sem allt það fræga fólk sem mig langar til að hitta eða jafnvel giftast og þessvegna eru oft margar ég í þessum leik og margar hljómsveitir og leikarar. Þessvegna var það fullkomið þegar Sims Superstar kom og á jeg langt í land þar. þá er jeg að tala um að gera allt fræga fólkið frægt!

Það er líka oft spurt hver er besta viðbótin! Það er alltaf jafn erfið spurning en segir maður ekki alltaf nýjasta leikinn? Ef að hann er ný komin a.m.k. en annars er svarið hjá mér við þeirri spurningu óvíst, það fer bara eftir því í hvernig skapi ég er í.

Ég upphvötvaði The sims seint og það aðeins of seint að mínu mati en samt fékk ég að kinnast honum… Ég á aldrei eftir að gleyma fyrsta mánuðinum sem ég spilaði hann og þá var ég alltaf að spila hann með bestu vinkonu minni og við létum heimanám á hilluna og spiluðum leikinn allan daginn og þá meina jeg eftir skóla og að háttatíma. Við hættum því um leið og kennararnir hringdu heim og fóru útí e-ð sálfræði bull og læknirinn sagði við vinkonu mina að hvíla augun frá tölvuskjám og sjónvarpsskjám í a.m.k viku. En þá fórum við bara að spila hann í klukku tíma :D lífið er sko skemmtilegt. Þetta var um það bil sem The Sims Holiday kom út.

Svindlin komu að miklu gagni fyrst og þá sérstaklega klapaucius eða Rosebud en það var ekki nema fyst og þá eftir það notaði jeg aðeins svindlið move_objects on.

Er jeg nú svo heppin að vera með ALLA leikina inní tölvunni minni… En jeg held samt að talvan min ráði við mikið meira :’(

Svo er það bara að bíða eftir Sims2 enda hefur mér ALLTAF fundist það mikið mál að það sé ekki DNA og frá fæðingu og uppúr í þessum leik…. Reyndar eru gallarnir margir en kostirnir eru fleiri. Það fer t.d.s verulega mikið í taugarnar á mér að það sé ekki hægt að segja myndir á skásetta veggi. En samt sem áður er jeg ekki að fara meira útí gallana því að maður á að vera ánægður með kostina og pæla meira í þeim.
En auðvitað er alltaf hægt að gera betur en það kemur nú vonandi bara í framtíðinni.

En jeg hlakka mjög til þess þegar Sims2 kemur út en samt sem áður er jeg ekki að gera mér upp of miklar vonir því að þá verð jeg fyrir vonbrigðum þó að jeg hafi aldrei orðið fyrir vondbrigðum með TheSims.

Æðislegur leikur sem er með marga galla en fleiri kosti.
__________________________________