Margir eru eflaust búnir að sjá auglýsingu um e-ð EM mót í fótbolta sem verður þar til 10.september, og það verður til þess að ekkert Leiðarljós verður í 3 vikur! Fimmtudagsþátturinn er þá síðasti þátturinn sem verður í heilar 3 vikur. Svo af því þetta mót er til 10.september gæti verið að það byrji ekki aftur fyrr en 14.september því 10.sept. er akkúrat fimmtudagur!
Ég verð bara að segja að þetta er bara ekki hægt. Þeir verða að koma með sér íþróttastöð eins og ég sá í blaðinu uym daginn. Það munu örugglega margir kvarta út af þessu. 2 vikur í fyrra út af Ólypmíuleikunum var alltof mikið, hvða þá þetta!

Bætt við 30. ágúst 2009 - 18:55
Ok, var að sjá að það er í næstu viku nema á morgun:)