Jahá, þátturinn í dag mun vera í hausnum á mér sem ‘þátturinn þar sem allir komu aftur’. Og ekki að ástæðulausu.

Byrjum á þarna heyrðist mér Nolu frænku Bridget (ég var í svo miklu losti hvaða furðufugl var labbaður þarna inn að ég náði ekki nafninu) Hvílíkt og annað eins, ég eiginlega veit ekki alveg hvað ég á að vilja með hana, langar að vita hvað hún meinti þarna seinast í þættinum, hvað sem hún aftur sagði, mjög leyndardómsfullt allt, en á sama tíma er þessi hvöt í mér að vilja sjá hana á bak og burt sem fyrst, vegna þess hve pirrandi hún verður öruglega í mínum augum. Bíð og sé til..

Maður verður enþá að telja Revu/Rebecu inn í þetta, hún er nú nýkomin aftur til amish-sjálfs sín, og er að fá brot af gömlu óðu Revu aftur, hægt og rólega. Vesalings hún að vita ekkert og skilja ekkert.

Mest hressandi af öllu var án efa Hawk gamli, vá hvað það var gaman að sjá hann aftur. Hann er sú persóna af þeim sem er nýkomin aftur (ca. síðan Josh kom aftur) sem ég sé VIRKILEGA breytingu á, eins og það séu liðin 5 ár, sá það t.d. ekki með Rick, ekki enþá. Öll þessi litlu skot hans, alveg eins og ég man eftir honum. En samt, eitthvað af gamla Hawk áður en hann og Sarah náðu aftur saman áður en Reva ‘dó’ komið inn, eins og hann var ‘way back when’ í Tulsa. Greinilega orðinn bitur aftur. Besta hjá honum í dag þegar hann kallaði Söruh ‘nag machine’ í þessum tón, ég hló svo mikið..

Hlakka sérstaklega eftir að fylgjast með Hawk ef hann verður í einhvern almennilegan tíma.
- MariaKr.