ég er nú eiginlega má segja leiðarljósafan í hlutastarfi. finnst þetta ágætir þættir og get horft á þetta, maður festist við þetta ef maður skiptir á eitt og þetta er í sjónvarpinu. Maður nær meginatriðunum. Gleymi oft að þetta sé í sjónvarpinu, þannig að ég missi af miklu, oft sé ég ekki þátt vikum saman og svo hvern þátt í heila viku :) en hef ekkert slæmt um þessa sápu að segja, nema hún er eitthvað svo… gömul… útlitið allt.
Allavega
þá í gær missti ég af svona 20-30 mín af þættinum, sem mér finnst ömurlegt því hann var svei mér spennandi. Greijið Elanie (hvernig sem það er nú skrifað) að vera pínd af þessari kellingu. Harkan samt í henni. Töggur sko :) hef alltaf fundist hún skemmtilegur karakter. En hvað ætli konan ætli að gera við barnið? Hóta henni með því að segjast drepa það nema hún tali?
Getur einhver útskýrt fyrir mér aðdragandan að þessu, hvers vegna skjalið var inn í bangsanum dóttur hennar, hvers vegna konan var að pína hana og hvers vegna Jenna var svona leið yfir því að vera ólétt…