En hér er smá upprifjun:
Anna var komin aftur frá Pittsbugh og rakst á Seth.
Seth var svolítið vandræðlegur og fór og sagði fyrirgefðu við hana af því að hann hafði byrjað með Summer eiginlega strax eftir að hann hætti með henni.
Síðan fór Seth að taka eftir því að Summer var að forðast hann, og hún var meira segja að bjóða sig fram að að kyssa stráka fyrir 10 dollara á góðgerðardegi skólans.
Seinna þennan dag talaði Seth við Summer og sagði að hann væri í verkfalli af því hún vildi ekki vera með honum á almanna færi.
Síðan þegar Summer var að kyssa stráka fyrir pening stóð hann upp á borðinu og sagði að ef hún vildi vera með honum ætti hún að koma upp til hans og kyssa hann svo allir sjái. Summer fór upp til hans og kyssti hann og allt fór vel.
Samband Ryan og Marissu er ekkert að ganga. En þau reyna að vera vinir sem þau hafa aldrei verið . Þau ákveða að hittast og þau fara í Play Station .
Þegar allt ætlaði að ganga vel birtist Theresa vinkona Ryans frá Chino.
En þá panikkaði Marissa og fór. Ryan og Theresa fóru líka í Play Station og allt gekk í hag. Um kvöldið kom Eddie kærasti Theresu og var að leita að henni Ryan sagði honum að hann hefði ekki séð hana. Þá sagði Eddie að hún hafi farið og látið engann vita, en Eddie hafði beðið hana að giftast sér.
Þátturinn endar svo með því að Ryan kyssir Theresu!
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."