Jæja gott fólk, Joel og Flick eru hætt saman (eitthvað sem var nú að ég held óumflýjanlegt…). Meðan að Flick var í burtu í þessum námsbúðum sínum var Joel mikið með Dione, enda var hún að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Flick var ekki alveg að meika það að Joel skildi vera svona mikið með sinni fyrrverandi en hann sagði að hann væri bara að reyna að vera góður vinur.

Abbababb! sagði Flick þá og spurði Joel hvort hann vildi losna úr sambandi, svona þrisvar eða svo, og alltaf sagði hann nei, en svo já. Þetta minnti óneitanlega á Mustafa í Austin Powers ;)

Nú eru sem sagt Flick og Joel hætt saman (og Flick átti átján ára afmæli og kom grátandi í veisluna) og Joe kallinn er ekki sáttur. Hann hundskammaði Joel og hefði örugglega drepið hann ef hann væri ekki búinn að linast svona í ellinni…

Mín persónulega spá er sú að nú fari hjólin að snúast hjá Flick og Matt Hancock en Joel hverfi á brott, enda algjörlega staðnaður karakter…
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _