Nágrannar þann 19. maí Ég ætla að fara lauslega yfir síðustu daga áður en ég byrja.

1) Það er búið að handsama Darcy og situr hann því inni í fangelsi eins og er. Karl og Susan hafa farið og talað við hann og spurt hann spurninga á borð við ‘Af hverju rændir þú okkur Darcy’ og fleiri góðar og gildar spurningar. Toadie tók að sér mál Darcy og sagði honum þær fréttir að hann hafi nokkur rök sér til varnaðar. Til dæmis má nefna að hann fór beint á sjúkrahúsið eftir að hann sá að Lyn hafði meiðst og svo nokkrar aðrar.

2) Ruby sótti um starf hjá Fituga Apanum, sem er helsti samkeppnisaðili Harold's og fékk að fara í viðtal. Harold skildi ekki af hverju hún vildi fara frá honum, en hún sagði honum að hún vilji frekar fá vinnu á eigin forsendum - heldur en að láta hann hafa sig. Hún fór í viðtalið, og Harold var svo vitlaus að hringja í manninn hjá Fituga Apanum og mæla með Ruby. Hún fékk starfið en var ekki ánægð.

3) Allt lítur út fyrir það að Dee og Toadie fari að byrja saman aftur.

-

Þátturinn í dag

1) Libby hefur hitt staðgengil Darcy á spítalanum og stofunni og hefur greinilegan áhuga á honum - og ég held að það sé gagnkvæmt. Karl bauð honum í mat og Libby klæddi sig upp fyrir hann. Kvöldmaturinn fór illa, læknirinn gat ekki haldið munninum á sér lokuðum og sagði hluti sem eiga að vera ósagðir. Til dæmis með Darcy o.fl. - en hann hafði ekki hugmynd um að Darcy væri tengur Susan á nokkurn hátt. Eftir kvöldverðinn bauð Libby lækninum með sér daginn eftir að sjá gamlar evrópskar myndir (samkoman sem Taj bauð henni upphaflega á). Seinna í þættinum kom Taj til Libby og minnti hana á sýninguna. Þau mættu síðan, en læknirinn lét ekki sjá sig fyrr en myndin var búin og baðst afsökunnar. Taj fer virkilega í taugarnar á mér og hefur gert lengi. Hann var mjög reiður út í lækninn og Libby og heldur hann virkilega að hann geti orðið framtíðar eiginmaður Libby - einhver 17-18 ára gaur og svo u.þ.b. þrítugur kennari og móðir.

2) Toadie og Dee eru byrjuð aftur saman. Þau hittust á kránni í þættinum í dag og Lou kom þeim saman. Þau spjölluðu alveg til lokunnar og fóru svo heim saman. Þau vöknuðu saman um morgunninn og höfðu, að ég held, kynmök um nóttina. Toadie bað Dee um morgunninn og hún sagði ‘Já’ og það oft. Þau elskast greinilega heitt og munu giftast fljótlega. Ég vil minna fólk, sem veit hvað gerist í sambandi þeirra í framtíðinni, á myndina sem er hér á áhugamálinu fyrir ofan greinayfirlitið.

3) Ruby átti að mæta með Harold og Lou á þessa samkomu sem ég talaði um áðan. Hún mætti hins vegar ekki og var Harold mjög áhyggjufullur. Hann hitti hana og þá sagði hún honum upp. Hún vill greinilega ekkert með gamla ræfilinn hafa þó svo að hún elski hann sem öryggisnet.

Ég held að þetta sé komið - bendið mér á ef eitthvað vantar.

Kveðja,
Hrannar Már.