Sumarbústaður:
Mindy og Nick koma holdvot og hlægjandi upp út vatninu og Eve fylgist með. Nick vill að þetta verði eins og á að vera og vill eiga Mindy sem vin.

Cedars-Spítali:
Ed rekst á Dr. Lyndon og spyr hana um ráð fyrir sig og vill panta tíma. Eve kemur inn og dettur, er utanvið sig og svarar Ed vitlaust þegar hún er spurð. Svo tala Lyndon við hana og hana grunar eitthvað.

Hjá Holly:
Hún hefur náð í Michelle úr skólanum. Holly vill að hún sættist við Ed en Michelle vill það ekki. Holly krefst þá að hún útskýri afhverju, og hún segir að pabbi sinn hafi látið hana fara. Ed kemur inn og Holly segir Ed þetta og tala um Maureen, hvað hún hafi verið góð og almennileg við alla. Ed vill fá Michelle til að tala við Lyndon og æsir sig aðeins. Holly býst til að tala við hana. (Michelle)

Hjá Nick Og Eve:
Hann afsakar sig með að hafa misst af matnum. Hann spyr afhverju hún kom með hárkolluna aftur, hún fer undan í flæmingi en segir að Halloween er bráðum. Nick segir henni að hún þurfi ekki að vera önnur til að hann elski hana.

Tower – Veitingastaður:
Buzz situr þarna og Mindy kemur og þau tala saman. Hann er að reyna að fá upp úr henni eitthvað um pabba sinn eða afa (H.B) Hún segir að það komi honum ekkert við.

San José:
Hjólhýsagarður:
Frank, Harley og Mallet eru fyrir utan. Harley spyr hvað Frank er að gera þarna og hann segir að hvort hann eigi ekki heimtingu á því. Þau rífast. Rex hringir og Randý þykist ekki vera heima. Randý er að pakka og Mallet nær tali af henni, og kemur inn í hjólhýsið og spyr um Buzz. Randý veit ekkert um það, en Mallet sér eldspýtur frá Springfield Inn og hún fer svo með honum á skyndibitastaðinn.

Skyndibitastaður:
Þau sitja og ræða þetta með Randý Hún segir allt sem hún veit um þetta mál. Svo fer Mallet og Randý og Frank og Harley tala saman.